![]() |
UPPFLOSNAÐ FÓLKFjölleiksýning Handrit© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar |
![]() Um verkiðÁrið 1900 bjó innan við tíundi hluti þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en nú lætur nærri að tveir af hverjum þremur Íslendingum búi þar. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Flosnaði það upp úr sveitunum með breyttum búskaparháttum eða er það að flýja kvótaleysi og álversskort? Og hvað vill það þá fá í staðinn? Langstærsti draumurinn fjallar um uppflosnaða fjölskyldu sem býr útjaðri einhvers þéttbýliskjarnans. Sonurinn Bibbi og viðhengi hans, félaginn Vibbi, eru atvinnulausir þungarokkarar. Eða.. þá langar til að verða þungarokkarar en eiga engin hljóðfæri. Þeir eru að bíða eftir að fá vinnu í álveri til að eignast peninga fyrir gíturum en það gengur seint því þeir gera ekkert í því að fá vinnuna enda vita þeir vel að það eru bara Pólverjar ráðnir í álverið. Þeir hanga því bara heima og spila á luftgitara og kyrja þungarokksfrasa, systur Bibba, Heklu, til mikillar gremju því hún er að læra verkfræði og þarf næði til að lesa undir próf í burðarþolsfræðum. Móðir þeirra, Katla, skúrar hjá Orkubúinu og heldur þungarokksbræðrunum uppi á mat og sígarettum. Katla er úr afdal sem er kominn undir vatn en fjölskyldufaðirinn er víðsfjarri því hann fór til fjalla fyrir margt löngu til að gera miðhálendið að uppistöðulóni. Hann hefur verið svo lengi í burtu að hann er orðinn að goðsögn í fjölskyldunni. Umfjöllunarefni verksins er hvernig þessu uppflosnaða fólki gengur að láta drauma sína rætast í samkeppni við fólk og stofnanir með enn stærri drauma. Uppflosnað fólk er hluti af stærra verki sem ekki hefur enn litið dagsins ljós en ber nafnið Langstærsti draumurinn. Það er fjölleiksýning með blandaðri tækni en auk hefðbundinna þátta leiksýningar (leikur, dans, tónlist osfrv.) er notast við kvikmyndatækni og tölvugrafík. Fyrsti hluti verksins er myndband sem tekið var upp í sundlauginni í Laugardal en það var tónlistarmyndband við lag Baggalúts Þeir stífluðu dalinn minn. Annar hluti var leikþátturinn Uppflosnað fólk sem fluttur var í Sundhöll Reykjavíkur á Menningarnótt, 18. ágúst 2007 ásamt tónlistarmyndbandinu Þeir stífluðu dalinn minn ![]() |