Forsíða

Örleikrit, einleikir og einþáttungar
eftir Benóný Ægisson

Upplýsingar um verkin og frumuppfærslur þeirra. Handrit fylgja flestum verkunum.

© Benóný Ægisson - Verkin má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar


UPPFLOSNAÐ FÓLK

Fjölleiksýning

Verkið fjallar um uppflosnaða fjölskyldu sem býr útjaðri einhvers þéttbýliskjarnans. Sonurinn Bibbi og viðhengi hans, félaginn Vibbi, eru atvinnulausir þungarokkarar. Eða.. þá langar til að verða þungarokkarar en eiga engin hljóðfæri. Meira

DILLIR DÓ OG DUMMA

Leikdans

Dansleikhúsverkið Dillir dó og Dumma komst í úrslit í dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins 2006 og var sýnt í Borgarleikhúsinu. Meira

GLÆSIBÆJAREINTÖLIN

12 stutt eintöl

Glæsibæjareintölin eru vaðall ófullburða leikpersóna. Þau eru örvæntingarfull tilraun þeirra til að vera til þó þeim hafi verið varpað fyrir róða. Þær eru draugagangur í sköpunarverki höfundarins sem hefur klippt þær út um leikritum, hætt við að nota þær eða komið þeim fyrir í leikritum sem aldrei fóru á svið. Meira

MAÐUR VERÐUR AÐ GERA ÞAÐ SEM MAÐUR VERÐUR AÐ GERA

Skopleikur um karlmennsku - einþáttungur

Verkið fjallar um ástir og átök á vélaverkstæði. Eigandi verkstæðisins er nýfallinn frá og ekkjan Hanna á í erfiðleikum með lausafjárstöðuna. Verkstæðisformaðurinn Jói heldur verkstæðinu gangandi ásamt vélvirkjanum Sigga þrátt fyrir ásókn Hönnu í fé. Meira

FLUGLEIÐIR TILKYNNA BROTTFÖR

Einleikur

Leikurinn gerist á bar í flughöfn. Lóa sem er afgreiðslustúlka í bakaríi drepur tímann með því að drekka beilís og segja barþjóninum sögur úr bakaríinu meðan hún bíður eftir fluginu sínu. Meira

TVÍLEIKUR FYRIR HÖFUND OG LEIKARA

Örleikrit

Höfundurinn er að skrifa leikrit um fanga sem hefur verið lengi í fangelsi en gengur það ekki vel því leikarinn sem leikur fangar er með miklar efasemdir um að höfundurinn sé á réttri leið með sköpunarverk sitt og hefur efasemdir um að það virki á sviði. Meira

RÓSIR OG RAKVÉLARBLÖÐ

Einþáttungur með söngvum

Í verkinu Rósir og rakvélarblöð er ekki línuleg frásögn en það fjallar meðal annars um samband heimavinnandi húsmóður við másarann sinn, um konu sem er að halda framhjá manninum sínum með manni sem er að halda framhjá konunni sinni og um kokkálaðan sjómann. Meira

 

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is