Forsíða

GEGNSÆTT FÓLK

Drama - 130 mín.
5 hlutverk - 3 karlar og 2 konur eða öfugt
Ein leikmynd eða fjórar

Handrit (brot)

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar


Um verkið

Gegnsætt fólk eða Maður og kona, piltur og stúlka og ein óþekkt stærð er formtilraun þar sem gengið er út frá leikaranum fremur en framvindunni.Verkið skiptist í tíu smámyndir og fjórar aðalmyndir þar sem umfjöllunarefnin eru græðgi, grimmd, girnd og gæfuleysi. Því miður er það ekki til í tölvutæku formi en hér fylgir sýnishorn af verkinu, 1. mynd. Leikritið er til í þýskri þýðingu

Gegnsætt fólk var tilnefnt í evrópsku leikritasamkeppnina af Íslands hálfu árið 1990. Verkið hefur ekki verið sett upp en árið 1996 var það leiklesið í Þjóðleikhúsinu.

Persónur og leikendur
Maður Magnús Ragnarsson
Kona Tinna Gunnlaugsdóttir
Piltur Bergur Þór Ingólfsson
Stúlka Halldóra Björnsdóttir
X Randver Þorláksson
Leikstjóri Kolbrún Halldórsdóttir

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is