Forsíða

HALLÓ LITLA ÞJÓÐ!

Söngleikur - 140 mín.
6 burðarhlutverk (4 karlar og 2 konur) auk smærri hlutverka og statista
Sagan gerist á Litla Hrauni, heimili ráðherra, kosningafundum og víðar

Handrit (brot)

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar










Um verkið

Daníel Jóakimsson, Dalli djók, er smákrimmi sem dreymir stóra drauma. Hann hefur uppgötvað að stóru glæpamennirnir, hvítflibbarnir, lenda aldrei í fangelsi. Hann ákveður því að brjótast út úr fangelsinu og læra að stela stórt. En hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að fara að því og sársvangur á flóttanum brýst hann inn til að stela mat. Af einskærri óheppni brýst hann inn hjá Heinreki Hans Thorvaldssen dómsmálaráðherra.

Heinrekur Hans er í vandræðum því dóttir hans Dada er ólétt og hann þarf því nauðsynlega að gifta hana. Hann sér því leik í borði að eignast hlýðinn tengdason og ódýran aðstoðarmann en hinsvegar veit hann ekki að Dalli er í raun og veru barnsfaðir Dödu og það verða litlir fagnaðarfundir hjá þeim skötuhjúum þegar Heinrekur tilkynnir þeim ákvörðun sína. En Heinreki verður ekki haggað.

Dalli djók er því dæmdur til að lifa í ástlausu hjónabandi undir járnhæl tengdaföðurins. En hugur hans stefnir hærra og hann fær félagana Badda og Bidda leysta út af Hrauninu og í sameiningu ryðja þeir Heinreki Hans úr vegi og ná völdum með stórkostlegu kosningasvindli.

En Dalli ofmetnast og örlög hans verða þau sömu og Heinreks Hans því í stjórnmálum er alltaf einhver reiðubúinn til að reka rýting í bak samherja sem stendur á tindinum til að rýma til fyrir sjálfum sér. Eða þá bara skæri ef ekkert annað er við hendina.

Því miður er handrit verksins ekki til í tölvutæku formi en hér fylgir sýnishorn af því.

Halló litla þjóð var frumsýnt hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1987.

Höfundar Benóný Ægisson
  Magnea Matthíasdóttir
Leikstjóri Andrés Sigurvinsson
Tónlist Hörður Bragason
  Jón Steinþórsson
Leikmynd Hrafnkell Sigurðsson
Búningar Alda Sigurðardóttir
  Hrafnkell Sigurðsson
Lýsing Egill Ingibergsson
Dansar Dagný Emma Magnúsdóttir
   
Persónur og leikendur
Heinrekur Hans, ráðherra Lárus Vilhjálmsson
Dídí, ráðherrafrú Vilborg Gunnarsdóttir
Dada, dóttir þeirra Vigdís Gunnarsdóttir
Dalli djók, smákrimmi og pólitíkus Þórhallur Gunnarsson
Biddi, smákrimmi og pólitíkus Atli Geir Grétarsson
Baddi, smákrimmi Davíð Þór Jónsson
Játvarður Jámann, flokksgæðingur Hallur Helgason
Gullbrá Jámann, flokksgæðingur Guðný Dóra Gestsdóttir
  og fleiri og fleiri

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is