Forsíða

ENGIN MISKUNN

Einþáttungur - sjónvarpsleikrit
30 mín. 7 persónur, 4 raddir
Sviðið hljóðstofa útvarpsstöðvar

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar


Um verkið

Hreinn Björnsson er fyrrverandi sjónvarpsstjarna. Þegar hann var upp á sitt besta hélt hann úti þættinum "Á teininum hjá Hreini" þar sem hann grillaði stjórnmálamenn og háttsetta embættismenn.

Þessi eitilharði fréttanagli og skelfir ráðherranna er nú sokkinn niður í útvarp og stjórnar símaþættinum "Engin miskunn" þar sem engir hringja nema nöldurseggir, þrasarar og hálfgeðbilað fólk og Hreinn svarar þeim með orrahríð af skömmum, skítkasti, lítilsvirðingu og dónaskap.

Útvarpsstöðin sem hann vinnur á er dæmigerð tónlistarstöð, þar sem skotið er inn lítt undirbúnum viðtölum, oftast í gegnum síma, og hlustendum gefst kostur á að hringja inn og biðja um óskalög eða viðra skoðanir sínar og Hreinn hatar stöðina jafnvel þó símadaman Ísold vilji allt fyrir hann gera. Í einkalífi Hreins er sömuleiðis allt í rúst.

Hreini finnst tilveran ömurleg en kynni hans af pizzusendlinum Elvu Dögg verða þess valdandi að hann verður örlítið sáttari við lífið. Það gæti verið miklu verra.

Engin miskunn var frumsýnt í Ríkissjónvarpinu í mars árið 2000.

Leikstjóri Ásgrímur Sverrisson
Tónlist Máni Svavarsson
Leikmynd Gunnar Baldursson
Stjórn upptöku Björn Emilsson
   
Persónur og leikendur
Hreinn, dagskrárgerðarmaður Valdimar Flygering
Ísold símadama Bergljót Arnalds
Elva Dögg, pizzusendill Elma Lísa Gunnarsdóttir
Jórunn, geðlæknir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
Björn, fjölmiðlamógúll Júlíus Brjánsson
Tökumaður Gaukur Úlfarsson
Hljóðmaður Viðar Hákon Gíslason
   
Raddir í síma:  
Guðbjörg, öryrki Margrét Helga Jóhannsdóttir
Oddur, vitleysingur Gunnar Helgason
Reið konurödd Sigrún Sól Ólafsdóttir
Jóntan, kynþáttahatari Skúli Gautason

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is