Forsíða

HIÐ LJÚFA LÍF

Söngleikur - 135 mín.
19 persónur, 10 karlar og 9 konur
Sviðið er skemmtistaðurinn Nátthrafninn

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar










Um verkið

Leikurinn gerist á einni kvöldstund á Nátthrafninum, veitinga og skemmtistað, sem má muna sinn fífil fegri. Fastagestirnir eru fyllibyttur, dópistar, glæpahundar og glæfragellur en stöku sinnum slæðist inn venjulegt fólk sem langar til að skoða söfnuðinn og auka spennuna í lífinu.

Veitingakonan á Nátthrafninum er hörkutól sem tekur til skiptis staffið og spítt í nefið og hún nærir með sér þann draum að endurreisa staðinn til fyrri frægðar. Einn liður í viðleitni hennar til þess er að fá Stuðpúðana, leifarnar af fyrrverandi frægustu hljómsveit landsins, Brimbroti, til að spila á staðnum.

Eins og þegar Íslendingar skemmta sér verður stemmingin oft svolítið krampakennd og þó fólk ætli að skilja harminn eftir heima loðir hann við þegar það er komið í glas og tími hinna miklu uppgjöra nálgast.

Hið ljúfa líf hlaut önnur verðlaun í leikritasamkeppni sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til í tilefni af hundrað ára afmæli Leikfélagsins árið 1997 og var leikritið frumsýnt sama ár í Borgarleikhússinu.

Leikstjóri Þórarinn Eyfjörð
Tónlist KK og Jón Ólafsson
Dansahöfundur Kenn Oldfield
Leikmynd Stígur Steinþórsson
Búningar Þórunn E. Sveinsdóttir
Lýsing Elvar Bjarnason
Hljóð Baldur Már Arngrímsson
   
Persónur og leikendur
Starfsfólkið  
Ólöf, eigandi Nátthrafnsins Rósa Guðný Þórsdóttir
Veiga Björg, kokkur Soffía Jakobsdóttir
Lolla, þjónusta Sóley Elíasdóttir
Geddi, þjónn Eggert Þorleifsson
Hljómsveitin  
Svenni, píanóleikari Valgeir Skagfjörð
Ketill, gítarleikari Ólafur Þórarinsson
Halli, bassaleikari Jón Ólafsson
Ömmi, trommuleikari Kormákur Geirharðsson
María, söngkona Selma Björnsdóttir
Gestirnir  
Skömbó, smákrimmi og bísi Ellert A. Ingimundarson
Harpa Dís, systir Lollu Pálína Jónsdóttir
Gógó, miðaldra meðferðardæmi Margrét Helga Jóhannesdóttir
Jökull, piltur utan af landi Jóhann G. Jóhannsson
Eyvindur, sjómaður Ari Matthíasson
Halla, kona hans Guðlaug E. Ólafsdóttir
Garpur, rannsóknarlögga Björn Ingi Hilmarsson
Yrsa Björg, rannsóknarlögga Jóhanna Jónas
Indriði, túristi í slömminu Björn Ingi Hilmarsson
Sigríður, túristi í slömminu Jóhanna Jónas

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is