![]() |
HIÐ LJÚFA LÍFSöngleikur - 135 mín. Handrit© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar ![]() ![]() ![]() |
![]() Um verkiðLeikurinn gerist á einni kvöldstund á Nátthrafninum, veitinga og skemmtistað, sem má muna sinn fífil fegri. Fastagestirnir eru fyllibyttur, dópistar, glæpahundar og glæfragellur en stöku sinnum slæðist inn venjulegt fólk sem langar til að skoða söfnuðinn og auka spennuna í lífinu. Veitingakonan á Nátthrafninum er hörkutól sem tekur til skiptis staffið og spítt í nefið og hún nærir með sér þann draum að endurreisa staðinn til fyrri frægðar. Einn liður í viðleitni hennar til þess er að fá Stuðpúðana, leifarnar af fyrrverandi frægustu hljómsveit landsins, Brimbroti, til að spila á staðnum. Eins og þegar Íslendingar skemmta sér verður stemmingin oft svolítið krampakennd og þó fólk ætli að skilja harminn eftir heima loðir hann við þegar það er komið í glas og tími hinna miklu uppgjöra nálgast. Hið ljúfa líf hlaut önnur verðlaun í leikritasamkeppni sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til í tilefni af hundrað ára afmæli Leikfélagsins árið 1997 og var leikritið frumsýnt sama ár í Borgarleikhússinu.
|