![]() |
Í BANKASTRÆTI RÍS EKKERT LENGUR UNDIR NAFNI - NEMA NÚLLIÐÖrleikrit - útvarpsleikrit Handrit© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar |
![]() Um verkiðÞar sem íbúar Kvosarinnar eru örfáir er allt mannlífið aðflutt, þeir sem eru þar eiga þar ekki rætur heldur erindi. Stöðuverðirnir A og D þurfa að draga sig í hlé úr dagsins önn og sinna frumþörfum sínum, en verða þá óvart þáttakendur í uppgjöri B og C, konu og manns úr viðskiptaheiminum. Í Bankastræti rís ekkert lengur undir nafni - nema núllið varð til í samvinnu við Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur, myndlistarmann. Verkið var samið fyrir dagskrána Níu virkir dagar, samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins, Listahátíðar í Reykjavík, Rithöfundasambandsins og hóps ungra myndlistarmanna. Rithöfundum, myndlistarmönnum, leikstjórum, leikurum og tæknimönnum Útvarps var falið að fella saman myndlistargjörning og leikritsflutning og voru verkin sýnd á hinum ýmsu stöðum í borginni og Útvarpsleikhúsið sendi þau út. Í Bankastræti rís ekkert lengur undir nafni - nema núllið var frumsýnt á almenningssalernunum í Bankastræti og sent út beint á Rás 1 þann 23. apríl 2002.
|