Forsíða

Í BANKASTRÆTI RÍS EKKERT LENGUR UNDIR NAFNI - NEMA NÚLLIÐ

Örleikrit - útvarpsleikrit
10 mín. 4 persónur
Leikurinn gerist á almenningssalernum, karla- og kvennaklósetti, samtímis

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar




Um verkið

Þar sem íbúar Kvosarinnar eru örfáir er allt mannlífið aðflutt, þeir sem eru þar eiga þar ekki rætur heldur erindi. Stöðuverðirnir A og D þurfa að draga sig í hlé úr dagsins önn og sinna frumþörfum sínum, en verða þá óvart þáttakendur í uppgjöri B og C, konu og manns úr viðskiptaheiminum.

Í Bankastræti rís ekkert lengur undir nafni - nema núllið varð til í samvinnu við Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur, myndlistarmann. Verkið var samið fyrir dagskrána Níu virkir dagar, samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins, Listahátíðar í Reykjavík, Rithöfundasambandsins og hóps ungra myndlistarmanna. Rithöfundum, myndlistarmönnum, leikstjórum, leikurum og tæknimönnum Útvarps var falið að fella saman myndlistargjörning og leikritsflutning og voru verkin sýnd á hinum ýmsu stöðum í borginni og Útvarpsleikhúsið sendi þau út.

Í Bankastræti rís ekkert lengur undir nafni - nema núllið var frumsýnt á almenningssalernunum í Bankastræti og sent út beint á Rás 1 þann 23. apríl 2002.

Persónur og leikendur
A - stöðuvörður, kona Steinunn Knútsdóttir
B - kona úr viðskiptaheiminum Jóna Guðrún Jónsdóttir
C - karl úr viðskiptaheiminum Björgvin Franz Gíslason
D - stöðuvörður, karl Ólafur Guðmundsson
Leikstjóri Harpa Arnardóttir
Myndlist Bryndís Erla Hjálmarsdóttir
Hljóðstjórn Hjörtur Svavarsson
Hljóðstjórn Georg Magnússon

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is