![]() |
FLUGLEIÐIR TILKYNNA BROTTFÖREinleikur Handrit© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar |
Um verkiðLeikurinn gerist á bar í flughöfn. Lóa sem er afgreiðslustúlka í bakaríi drepur tímann með því að drekka beilís og segja barþjóninum sögur úr bakaríinu meðan hún bíður eftir fluginu sínu. Hún talar um meistarann hann Brand sem var svo helvíti nískur að hann treysti engum til að smyrja glassúr á vínarbrauðin nema sjálfum sér, um bakarana Grjóna sem djúsar rosalega og Gumma sem bruddi pillur og um nýbúann Teit sem hét víst Hong Tong eða Bong eða eitthvað svoleiðis í hlýjunni hinummegin á hnettinum en varð að Teiti þegar hann lenti hér norður í ísköldu rassgati Flugleiðir tilkynna brottför var frumflutt í Höfundasmiðju L.R.
|