Um verkið
Í Vaxtarverkjum er ekki sögð saga í algeru samhengi, miklu heldur er verkið laustengdar svipmyndir úr lífi unglinga í borg. Fylgst er með krakkahópi í skólanum, á heimilinu og úti á lífinu. Þar sem verkið er skrifað sérstaklega fyrir hóp unglinga og í samvinnu við þá er sjónarhornið þeirra en ekki hinna fullorðnu sem margir hverjir líta á unglingsárin sem einhverskonar tímabundna geðveiki.
Unglingleikritið Vaxtarverkir var frumsýnt í Unglingaleikhúsinu í Kópavogi árið 1988.
Flytjendur:
Ásbjörn Ólafsson
Benedikta Birgisdóttir
Bergur Geirsson
Erla Karlsdóttir
Eyþóra K. Geirsdóttir
Friðfinnur Hagalín
Guðmundur Rúdolf Torfason
Gunnar Gunnarsson
Halla Guðmundsdóttir
Halldóra Guðmundsdóttir
Hildur Heimisdóttir
Inga María Valdimarsdóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Selma Karlsdóttir
Tómas H. Jóhannesson
Vilhjálmur Goði Friðriksson
Þorgils Björgvinsson
Leikstjóri: Benóný Ægisson
Tónlist: Tríó Jóns Leifssonar
Leikmynd: Benóný Ægisson
Lýsing Egill Árnason og Lárus Björnsson
Því miður er handrit Vaxtarverkja ekki til í tölvutæku formi en hér fylgir sýnishorn af verkinu, tveir söngtextar.
Það er leikur að læra
Jónas kennari
Ykkur verður lífið leitt
ef þið lærið ekki neitt
heimskuhausar illa heftir
hundskist til að taka eftir:
2 x 2 = 4
Trójuhestar eru stórir
Alparnir eru ansi háir
íkornar bragðast illa hráir
Þeseifur hafði þýskan kokk
þjóðsönginn orti Matti Jokk
Frumeindir sameindir rafeindir nifteindir
STAÐREYNDIR
ég sagði: STAÐREYNDIR!
Nemendur
Lesa lesa læra læra
læra sig nú alveg æran
aldrei slaka aldrei sluxa
herða sig og huxog huxa
andlag frumlag viðlag örlag
umslag forlag danslag bakslag
lesum kóngog merkiskalla
koma upp og gatog falla
Lofa pabbað púla betur
prófa aftur næsta vetur
lesa meira læra læra
læra sig nú alveg æran
-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-
Þegar pabbi var ungur
Óli
Pabbi reigir sig og ræður mér að þegja
ræskir sig og segir: Hvað vildi ég segja?
Byrjar svo að segja mér brjálæðislegar sögur
um barnæskuna sína - hvað hún var góð og fögur
Kór
Pabbi minn er stór og pabbi minn er þungur
pabbi minn man ekkert frá því hann var ungur
Óli
Pabbi minn var aldrei fullur útað flækjast
aldrei eftir neinu vafasömað sækjast
hann drakk ekki og reykti og daðraðei við konur
ég vildég gæti verið honum verðugari sonur
Kór
Pabbi minn er stór og pabbi minn er þungur
pabbi minn man ekkert frá því hann var ungur
Óli
Það er enginn leikur að lifa nú á dögum
líf mitt varður varla að merkilegum sögum
en pabbi minn er göfugmenni - getur allt og kann
þegar ég verð stór vil ég verða eins og hann
Kór
Pabbi minn er stór og pabbi minn er þungur
pabbi minn man ekkert frá því hann var ungur
© Benóný Ægisson 1988
Textana má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar
|