![]() |
SÖNGLEIKIR
|
SÍÐASTI DAGUR SVEINS SKOTTASöng og dansleikur Síðasti dagur Sveins skotta er ljóðleikur eða söngdans þar sem jafngild eru leiklist, tónlist og dans. Það er svört kómedía sem gerist á 17. öld og fjallar um Svein Björnsson þjóf, nauðgara og galdramann sem var hengdur í Rauðuskörðum á Barðaströnd 1648. Meira ÚT Í KÖTT!Söng og dansleikur fyrir börn Út í kött! er ævintýraleikur með dansi og söng, fyrir börn á aldrinum fjögurra til tólf ára en fullorðnir ættu líka að hafa gaman að þessu fjöruga verki. Leikin atriði mynda skemmtilega umgjörð utan um söng- og dansatriði þar sem ævintýrapersónur í litríkum búningum bregða á leik. Meira KINKI - SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNANEinsöngleikur Kinkir Geir Ólafsson er dægurlagassöngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum. En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin. Nei þetta er líka upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. Meira HIÐ LJÚFA LÍFSöngleikur Leikurinn gerist á einni kvöldstund á Nátthrafninum, veitinga og skemmtistað, sem má muna sinn fífil fegri. Fastagestirnir eru fyllibyttur, dópistar, glæpahundar og glæfragellur en stöku sinnum slæðist inn venjulegt fólk sem langar til að skoða söfnuðinn og auka spennuna í lífinu. Meira HALLÓ LITLA ÞJÓÐ!Söngleikur um stjórnmál Daníel Jóakimsson, Dalli djók, er smákrimmi sem dreymir stóra drauma. Hann hefur uppgötvað að stóru glæpamennirnir, hvítflibbarnir, lenda aldrei í fangelsi. Hann ákveður því að brjótast út úr fangelsinu og læra að stela stórt. Meira REYKJAVÍKURBLÚSKabarett með ljóðum og söngvum Reykjavíkurblús varð til í samvinnu tveggja höfunda, leikstjóra, tónskálds og leikhóps. Þema verksins er Reykjavík frá morgni til kvölds og útgangspunktur hópvinnunnar var borgin og mannlíf og tíðarandi í henni í upphafi níunda áratugarins. Meira EGGJUN JÓFRÍÐAR SIGNÝJARRokkópera Sesar Jón Arason er dæmigerður skoðanalaus hálfviti sem vinnur í álveri á daginn en er klósettvörður í klúbbnum á kvöldin. Hann er semsé fyrirmyndarborgari í þjóðfélagi þar sem Dómsogkirkjumálakötturinn ræður lögum og lofum og er sáttur við að kötturinn ákveði allt fyrir sig. Meira SKEIFA INGIBJARGARÓpera Í Kaupmannahöfn á átjándu öld bjó hópur Íslendinga (karla) sem fékkst við menntir, listir og stjórnmál. Þeir voru engir englar þó sögufalsarar seinni tíma hafi reynt að telja okkur trú um það og þeir áttu það til að gleyma heitmeyjum sínum á Íslandi. Meira
|