Forsíða

VATN LÍFSINS

Drama - 130 mín.
19 persónur
Sögusviðið er kaupstaður og sveitabær í nágrenni hans um aldamótin 1900

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar













Um verkið

Vatn lífsins gerist í kaupstað á Íslandi um aldamótin 1900 og fjallar um togstreituna milli hins rótgróna sveitasamfélags og þéttbýlisins sem þá fór að myndast. Ungur ævintýramaður með óræða fortíð snýr heim frá Ameríku með nýjar hugmyndir í farteskinu. Honum verður vel ágengt í fyrstu við að kynna hugmyndir sínar fyrir betri borgurum höfuðstaðarins en brátt fara hugmyndirnar að rekast á við ýmsa hagsmuni og þá er leynt og ljóst farið að vinna gegn honum. Að lokum stendur hann uppi einn og á ekki stuðning neins nema fyrrum leiksystur sinnar, niðursetningsstelpu með skarð í vör. Saga frá fyrri tíð um óvenjulega ást, um ævintýri og veruleika, og átök mannsins við sjálfan sig og heiminn.

Verkið hlaut 2. verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af 50 ára afmæli leikhússins. Umsögn dómnefndar um verkið er eftirfarandi en í henni sátu Stefán Baldursson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir:

Vatn lífsins gerist í íslenskum kaupstað um síðustu aldamót og segir frá ungum hugsjónamanni sem berst fyrir framförum í íhaldssömu samfélagi. Hér er á ferðinni allsérstætt verk, bæði hvað varðar efnivið og efnistök, sem býr yfir ljóðrænu seiðmagni. Höfundur segir átakamikla og viðburðaríka sögu, þar sem margir örlagaþræðir fléttast saman. Persónur koma úr ólíkum þjóðfélagshópum og dregin er upp lifandi mynd af því samfélagi sem verkið gerist í. Hér er fjallað um ákveðið skeið í íslenskri sögu en engu að síður er verkið skáldskapur um persónuleg og samfélagsleg átök sem hefur sig yfir tíma og rúm. Aðalpersónurnar tvær, hugsjónamaðurinn og stúlka sem er niðursetningur á heimili foreldra hans, verða einkar hugstæðar. Vatn lífsins er spennandi sviðsverk, sem fjallar um íslenskan veruleika og sögu á skáldlegan hátt og býður upp á áhugaverða möguleika í uppsetningu.

Vatn lífsins var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins 5. október 2001.

Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson
Lýsing Páll Ragnarsson
Leikmynd Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Búningar Filippía I. Elísdóttir
Tónlist Vilhjálmur Guðjónsson
Aðstoðarleikstjóri Ásdís Þórhallsdóttir
Sýningarstjóri Ingibjörg E. Bjarnadóttir
Persónur og leikendur
Fólkið á Brú:
Ingibjörg, bóndi og veitingakona Anna Kristín Arngrímsdóttir
Illugi eldri sonur hennar Stefán Karl Stefánsson
Sigurður yngri sonur hennar Atli Rafn Sigurðarson
Gunna, kerling Margrét Guðmundsdóttir
Ásta niðursetningur Nanna Kristín Magnúsdóttir
Illugi sem barn Áslákur Ingvarsson
Sigurður sem barn Sigurbjartur Sturla Atlason
Ásta sem barn Snæfríður Ingvarsdóttir
Ingólfur, bóndi á Vatni Jón Páll Eyjólfsson
Kaupstaðarbúar:
Hákon læknir Jóhann Sigurðarson
Elín dóttir hans Þórunn Lárusdóttir
Karl kaupmaður Valdimar Örn Flygenring
Árnína kaupmannsfrú Tinna Gunnlaugsdóttir
Margrét dóttir þeirra Marta Nordal
Gísli bæjarfulltrúi Hjalti Rögnvaldsson
Eiríkur bæjarfulltrúi Randver Þorláksson
Helgi bæjarfulltrúi Kjartan Guðjónsson
Gvendur grallari, vatnsberi Gunnar Eyjólfsson
Katla allragagn, vatnsberi Edda Arnljótsdóttir
Jói skó, vatnsberi Þröstur Leó Gunnarsson
Geir tómthúsmaður Valur Freyr Einarsson
Gunnar tómthúsmaður Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Kristján vert Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Jökull lögregluþjónn Valur Freyr Einarsson

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is