Forsíða

KINKI - SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNAN

Einsöngleikur
70 mín / ein persóna
Leikritið er einleikur, tónleikar og/eða uppistand

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar









Um verkið

Kinkir Geir Ólafsson er dægurlagassöngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum.

En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin. Nei þetta er líka upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. Kinkí leiðir meðal annars dreifbýlingana í allan sannleika um átthaga sín, nafla alheimsins: 101 Reykjavík þar sem æðiliðið býr

Kinkir Geir er fjölfróður maður og hefur hann einkum lagt stund á örnefnafræði og rannsóknir hans á Hlemmi landnámsmanni hefðu án efa skapað honum heimsfrægð ef ekki væri fyrir meinbægni ýmsra fræðimanna við Háskóla Íslands. Svo er Kinki einkar frjálslyndur og víðsýnn og er það til marks um fordómaleysi hans að hann á meira að segja vini utan af landi.

Frumsýning á KINKI - Skemmtikraftur að sunnan var í Herðubreið á Seyðisfirði föstudaginn 27. júní 2008 en leikurinn hefur einnig verið sýndur á Egilsstöðum, á Act Alone á ísafirði og í Salnum í Kópavogi.

Flytjandi: Kinkir Geir Ólafsson
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Tónlist og texti: Benóný Ægisson


Ummæli frægra um Kinki:

Ef einhverjum er treystandi til að bera hróður miðborgarinnar út í hinar dreifðu byggðir landsins þá er það látúnsbarkinn og lífskúnstnerinn Kinkir Geir Ólafsson. Hann er krúnudjásn í 101 Reykjavík.
Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri

Í stjörnugjöf eru fimm stjörnur oftast hæsta einkunn en Kinkí þarf bara eina. Hann er STJARNAN!
Geir Ólafsson djasssöngvari og tenór

Það er á hreinu að Kinkí mun alltaf eiga stað í hjarta mér því ég hrökklaðist úr 101 út í úthvefin undan áreitni hans.
Birgitta Haukdal söng og flóttakona

Kinkí er alveg einstakur söngvari. Enginn syngur eins og hann. Engum öðrum dytti það í hug.
Egill Ólafsson stórsöngvari


 

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is