![]() |
FREKARI INNHEIMTAEinþáttungur - sjónvarpsleikrit Handrit© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar |
Um verkiðAlda er ung og fögur og gift Sigurjóni, ungum athafnamanni á uppleið. Hún lifir áhyggjulausu lífi og veifar greiðslukorti með fagurri sveiflu. Dag einn þegar hún kemur heim úr innkaupaferð situr Sigurjón heima í stað þess að vera í vinnunni. Hann virðist áhyggjufullur en Alda tekur ekki eftir því, því hún er önnum kafin við að taka upp úr innkaupapokum og máta föt. Sigurjón er pirraður, þau kýta um eitthvað sem engu máli skiptir, hann kemst í uppnám og gleymir fartölvunni sinni þegar hann fer aftur í vinnuna. Skömmu síðar kemur handrukkarinn Bergþór í óvænta heimsókn. Hann segist eiga erindi við Sigurjón en verst allra frétta um eðli þess. Þegar Sigurjón snýr aftur til að sækja tölvuna sína ber Bergþór upp erindið og Alda kemst að því að tilvera hennar stendur á brauðfótum. Frekari innheimta var frumsýnt í Ríkissjónvarpinu í mars árið 2000.
|