Forsíða

SKREIÐARBISKUPINN OG
SVEINAR HANS

Sögulegur gleðileikur með söngvum
110 mín / 22 persónur
Leikurinn gerist á 15. öld og sögusviðið er krá á eyjunni Biskops-Arnö í Svíþjóð, Danmörk, England og Ísland

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar

Svensk manus







Um verkið

Skreiðarbiskupinn og sveinar hans gerist á krá á eyjunni Biskops-Arnö í Svíþjóð, í Danmörku, á Englandi og á Íslandi á árunum 1425 - 1436 og fjallar um endalok hins danska aðalsmanns Jóhannesar Gerechini Lodehat sem varð erkibiskup í Uppsölum og biskup í Skálholti og er betur þekktur í Svíþjóð og á Íslandi sem Jón Gerreksson. Á krána koma nokkrir farandleikarar og fara að segja sögu Jóns en Biskops-Arnö er fyrrum sumardvalarstaður Uppsalaerkibiskupa en frá því embætti hafði Jón verið hrakinn vegna hneykslismála. Æskuvinur hans, Eríkur af Pommern konungur Norðurlanda, útvegar hinum fallna erkibiskupi biskupsdæmi norður á því hræðilega landi, Íslandi, þar sem menn hafa fyrir satt að hlið helvítis sé í eldfjallinu Heklu. Eiríkur gerir hann einnig að hirðstjóra sínum og Jón verður ekki sérlega vinsæll þegar hann fer að krefja Íslendinga um skatt og eyðileggja ábatasöm viðskipti þeirra við Englendinga. Jón hefur um sig her manns og sveinar hans vinna sér það til óhelgi að drepa íslenskan höfðingja og brenna bæ hans. Endalok Jóns biskups Gerrekssonar verða þau að íslenskir höfðingjar troða honum í poka og drekkja honum í Brúará. Þegar farandleikararnir segja söguna á kránni eru liðin þrjú ár frá þeim atburði og það kemur fljótlega í ljós að fiskur er undir steini og sumir tilheyrendurnir eru tvöfaldir í roðinu og vita meira um atburðina á Íslandi en þeir hafa látið uppi.


Skreiðarbiskupinn og sveinar hans var frumsýnt í Sumarleikhúsinu á Biskops-Arnö 21. júní 2003 í þýðingu Sture Ekholm undir nafninu Biskopens skugga.

Leikstjóri Sture Ekholm
Framleiðandi Björn Lusensky
Búningar Lisa Fredriksson Holmberg og Ingrid Löfman
Tónlist og flutningur Hans Petur í Brekkunum
Tónlistarflutningur Elias Faingersh
Grafísk hönnun Johan Jansson
Persónur og leikendur
Magnús, herforingi og vert Johan Jansson
Katrín móðir hans Eva Fischer
Jón Gerreksson biskup Charlie Gejhammar
Þybbinn farandleikari Jan Boholm
Mögur farandleikari Bodil Granlid
Vigdís, ung íslensk stúlka Barbro Vivien
Walter Salham, enskur útgerðarmaður Håkan Tegnestål
Peter, sveinn erkibiskups Staffan Svensson
Anna, kráargestur Marit Simborn
Guðrún ölselja Lisa Ranstad
Þorvaldur Loftsson, íslenskur höfðingi Jan Boholm
Margrét Vigfúsdóttir, íslensk höfðingjadóttir Bodil Granlid
Ívar Vigfússon, bróðir hennar Johan Olsson
Hans biskupssveinn Staffan Svensson
Blaður-Skjóða Lisa Ranstad
Kona á Íslandi Eva Fischer
Stúlka á Íslandi Lisa Ranstad
Stúlka í Skálholti Marit Simborn
John Craxton Hólabiskup Håkan Tegnestål
Ólafur illi, sveinn hans Johan Olsson
Eiríkur af Pommern konungur Norðurlanda Jan Boholm
Henry VI Englandskonungur Bodil Granlid
Martinus V. páfi í Róm Bodil Granlid

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is