Síðasti dagur Sveins skotta
Almennum sýningum á leikverkinu hefur verið hætt að minnsta kosti í bili. Verkið er ljóðleikur eða söngdans þar sem jafngild eru leiklist, tónlist og dans. Það er svört kómedía sem gerist á 17. öld og fjallar um Svein Björnsson þjóf, nauðgara og galdramann.
Verkið var sett upp í samvinnu við Kómedíuleikhúsið á Ísafirði á Ísafirði, Þingeyri og í Reykjavík. Leiklistarráð sá ekki ástæðu til að styrkja þetta framtak fremur en aðrar sýningar leikhússins og brast það því úthald að henni lokinni.
Meira