Forsíða

DILLIR DÓ OG DUMMA

Leikdans
10 mín / 10 leikarar og dansarar og hljómsveit
Leikurinn er dansleikhúsverk um börn og stríð

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar






Um verkið

Þegar Heródes konungur í Gyðingalandi lét myrða ung sveinbörn í Betlehem og nágrenni í þeirri von að fyrirkoma barninu, sem vitringarnir höfðu sagt honum að væri hinn nýfæddi konungur Gyðinga, fóru fyrir hersveitum hans tveir rómverskir herforingjar sem hétu Dillir og Dumma. Æ síðan hafa ungbörn hræðst þessa morðingja og því hafa umhyggjusamir foreldrar reynt að telja þeim trú um að fantar þessir væru dauðir. Hendingum eins og dó dó Dumma eða Dillir dó hefur verið bætt inn í vögguvísur, þulur og barnagælur til að róa börnin og sefa ótta þeirra og þaðan er komið orðið dillidó, sem enginn veit lengur hvaða merkingu hefur. En eins og sagan ber með sér þá eru það ekki ný tíðindi að börn séu myrt í hernaðarátökum. Og því miður er eins og við höfum ekkert lært af sögunni; annars væri engin þörf fyrir verk eins og Dillir dó og Dumma.

Texti verksins byggist á nokkrum ljóðum um börn og stríð úr ljóðaflokknum Ljóð um ósigur og leiða. Öll ljóðin eru eftir Benóný Ægisson en eitt þeirra, Slysaskot í Palestínu II, er stæling á ljóði Kristjáns frá Djúpalæk.

Dansleikhúsverkið Dillir dó og Dumma komst í úrslit í dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins 2006 og var sýnt í Borgarleikhúsinu

Leikdansarar:
Birta Benónýsdóttir
Brad Sykes
Guðrún Óskarsdóttir
Halldór Gylfason
Hildigunnur Þráinsdóttir
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Orri Huginn Ágústsson
Pétur Einarsson
Sóley Anna Benónýsdóttir

Hljómsveit:
Benóný Ægisson, píanó
Halldór Gylfason, gítar
Orri Huginn Ágústsson, saxófónn
Steingrímur Guðmundsson, slagverk

Tónlist: Benóný Ægisson
Búningar: Ása Hauksdóttir
Myndband: Guðmundur Arnar Guðmundsson
Myndir: Frá ballettskóla fyrir stríðshrjáð börn í Palestínu

 

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is