Forsíða

RÓSIR OG RAKVÉLARBLÖÐ

Einþáttungur með söngvum
30 mín. 5 persónur - 3 karlar og 2 konur og hljómsveit eða trúbador
Óskilgreind sviðsmynd

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar






Um verkið

Í verkinu Rósir og rakvélarblöð er ekki línuleg frásögn en það fjallar meðal annars um samband heimavinnandi húsmóður við másarann sinn, um konu sem er að halda framhjá manninum sínum með manni sem er að halda framhjá konunni sinni og um kokkálaðan sjómann. Og fólkinu í verkinu líður eins og það sé í sundi og að teygjan í sundskýlunni sé slök og maður stingi sér og uppgötvi síðan að skýlan flýtur fimm metra fyrir aftan mann. Hvað getur verið verra en það? Jú það er ekki ólíklegt að það sé ekkert vatn í lauginni og að uppi á bakkanum stari landsmót íslenskra karlakóra og starir á mann. Og maður ekki í neinni skýlu. Og maður kvenmaður.

Rósir og rakvélarblöð var frumflutt í Hafnarhúsinu af leikhópnum Óleik og hljómsveitinni Freisting Gillettes. Sýningin var hluti af Óháðri listahátíð árið 1993.

Persónur og leikendur:
Kona Anna María Gunnarsdóttir
Másari Barði Guðmundsson
Sjómaður Gunnar Gunnarsson
Hann Vilhjálmur Hjálmarsson
Hún Kolbrún Erna Pétursdóttir
   
Leikstjóri Guðjón Sigvaldason
Tónlist Benóný Ægisson
   
Freisting Gillettes:
Hljómborð og söngur Benóný Ægisson
Bassi Björgúlfur Egilsson
Slagverk Sigtryggur Baldursson

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is