![]() |
SKEIFA INGIBJARGARÓpera - 50-60 mín Handrit (frumútgáfa 1979)Handrit (útgáfa 2008)© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar ![]() ![]() ![]() |
![]() Um verkiðÍ Kaupmannahöfn á átjándu öld bjó hópur Íslendinga (karla) sem fékkst við menntir, listir og stjórnmál. Þeir voru engir englar þó sögufalsarar seinni tíma hafi reynt að telja okkur trú um það. Þeir áttu það til að gleyma heitmeyjum sínum á Íslandi og verkið fjallar um Ingibjörgu, stórfrænku Jóns forseta og síðar konu hans, sem beið tólf ár í festum eftir því að Jón giftist henni. Á meðan á biðinni stóð kom hún sér upp rosalegustu skeifu sem höfundur hefur séð á ljósmynd og varð hún honum innblástur að samningu verksins. Fjölnismenn, ástmögurinn Nasi Hall og dæmdir glæpamenn í Höfn koma einnig við sögu en síðan er hoppað hundrað ár eða svo í tíma og leitast við að skilgreina hvernig nútíma Íslendingar hafa varðveitt þann þjóðararf sem við fengum frá ofangreindum Allur texti verksins er eftir Benóný Ægisson nema saknaðaróður Ingibjargar sem er eftir Örn Karlsson og Suðrið sem er eftir Jónas. Öll tónlist í verkinu er eftir Benóný Ægisson nema upphafslagið sem er eftir Björgúlf Egilsson og Fótnóta sem er eftir Einar Vilberg. Kamarorghestar Jónasar frumfluttu hina þjóðleg óperu Skeifu Ingibjargar í Félagsstofnun stúdenta 1979 en leikfélagið Peðið sýndi örlítið breytta útgáfu 2008. Eftirtaldir tóku þátt í uppfærslunni 1979: Benóný Ægisson |