![]() |
GLÆSIBÆJAREINTÖLIN12 stutt eintöl HandritScript© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar |
![]() Um verkiðGlæsibæjareintölin eru vaðall ófullburða leikpersóna. Þau eru örvæntingarfull tilraun þeirra til að vera til þó þeim hafi verið varpað fyrir róða. Þær eru draugagangur í sköpunarverki höfundarins sem hefur klippt þær út um leikritum, hætt við að nota þær eða komið þeim fyrir í leikritum sem aldrei fóru á svið. Þær eru munaðarleysingjar sem krefjast tilveru og raddar sem enginn vill gefa þeim nema höfundurinn sem neyðist til þess vegna ístöðuleysis og samviskubits. Þær eru svo þjáðar af lélegu sjálfsmati að eftir að ákveðið var að opinbera þær hefur höfundurinn mátt búa við ásakandi muldur þeirra í innra eyranu og fyrirfram fullvissu þeirra um að hann klúðri því tækifæri sem þær fá til að upplifa sýndarveruleika sinn. Birtingarform leikpersónanna eru neytandinn sem vinnur sig upp í að verða álitsgjafi, fyrrverandi feitlaginn dægurlagasöngvari, venjuleg stelpa sem vinnur í sjoppu, formaður mannanafnanefndar, systir Siggu systur sem var ógeðslega fullkomin, stórkarl sem á svo mikið undir sér að hann lendir í erfiðleikum ef hann dansar kvikkstepp, súludansmær sem spyr grundvallarspurninga um lífið og tilveruna, fótboltabulla sem ávarpar föður sem er að meilbonda með syninum á vellinum, fyrirsæta í tilvistarkreppu, sjómaður sem er fluttur í elliblokk fyrir sunnan, eiginkona sem hefur tekið grínið í sína þjónustu til að lynda við eiginnmann sinn og húsvörður sem er öryrki og telur að hlutskipti sitt væri betra ef hann væri fluga sem líkaði vel að éta skít. Höfundurinn, Benóný Ægisson, frumflutti Glæsibæjareintölin á Gullkistunni á Laugarvatni og á Menningarnótt í Reykjavík sumarið 2005 |