![]() |
MAÐUR VERÐUR AÐ GERA ÞAÐ SEM MAÐUR VERÐUR AÐ GERASkopleikur um karlmennsku - einþáttungur Handrit© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar |
![]() Um verkiðMaður verður að gera það sem maður verður að gera fjallar um ástir og átök á vélaverkstæði. Eigandi verkstæðisins er nýfallinn frá og ekkjan Hanna á í erfiðleikum með lausafjárstöðuna. Verkstæðisformaðurinn Jói heldur verkstæðinu gangandi ásamt vélvirkjanum Sigga og reynir að verjast ásókn Hönnu sem sífellt tekur fé út úr rekstrinum. En þegar Hanna mætir blindfull á verkstæðið ásamt bílasalanum Lalla, tvíburabróður Jóa er fjandinn laus. Maður verður að gera það sem maður verður að gera var frumflutt í Höfundasmiðju L.R. í bílakjallara Borgarleikhússins árið 1996. Sama ár sýndi Skagaleikflokkurinn verkið í bílasölunni Bílás.
|