Forsíða

MAÐUR VERÐUR AÐ GERA ÞAÐ SEM MAÐUR VERÐUR AÐ GERA

Skopleikur um karlmennsku - einþáttungur
45 mín. 4 persónur, 2 karlar og ein kona. Eitt karlhlutverk tvöfaldað
Sviðið er vélaverkstæði

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar




Um verkið

Maður verður að gera það sem maður verður að gera fjallar um ástir og átök á vélaverkstæði. Eigandi verkstæðisins er nýfallinn frá og ekkjan Hanna á í erfiðleikum með lausafjárstöðuna. Verkstæðisformaðurinn Jói heldur verkstæðinu gangandi ásamt vélvirkjanum Sigga og reynir að verjast ásókn Hönnu sem sífellt tekur fé út úr rekstrinum. En þegar Hanna mætir blindfull á verkstæðið ásamt bílasalanum Lalla, tvíburabróður Jóa er fjandinn laus.

Maður verður að gera það sem maður verður að gera var frumflutt í Höfundasmiðju L.R. í bílakjallara Borgarleikhússins árið 1996. Sama ár sýndi Skagaleikflokkurinn verkið í bílasölunni Bílás.

Persónur og leikendur
Jói / Lalli Theódór Júlíusson
Siggi Ellert A. Ingimundarson
Hanna Helga Braga Jónsdóttir
   
Leikstjóri Benóný Ægisson
Lýsing Kári Gíslason
Leikmynd Guðmundur Erlingsson
  Þorlákur Lúðvíksson

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is