Forsíða

LEIKRIT Í FULLRI LENGD
eftir Benóný Ægisson

Upplýsingar um verkin og frumuppfærslur þeirra. Handrit fylgja flestum verkunum.

© Benóný Ægisson - Verkin má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar


DRAUGANET

Harmrænn gleðileikur með söngvum.

Drauganet gerist í hugskoti höfundar sem er að reyna að skapa leikpersónur. Hann gerir ýmsar tilraunir á þeim og vekja þær sjaldnast mikla hrifningu leikpersónanna sem eru ofurseldar duttlungum höfundarins. Meira

HOW DO YOU LIKE ICELAND?

Gamanleikur á ensku

Leikritið How Do You Like Iceland? er skrifað á ensku og hentar því vel til að fræða fáfróða útlendinga um ótvíræða kosti þess að vera Íslendingur og búa á Íslandi. Meira

SKREIÐARBISKUPINN OG
SVEINAR HANS

Sögulegur gleðileikur með söngvum

Skreiðarbiskupinn og sveinar hans gerist á krá á eyjunni Biskops-Arnö í Svíþjóð, í Danmörku, á Englandi og á Íslandi á árunum 1425 - 1436 og fjallar um endalok hins danska aðalsmanns Jóhannesar Gerechini Lodehat eða Jóns Gerrekssonar. Meira

VATN LÍFSINS

Drama

Vatn lífsins gerist í kaupstað á Íslandi um aldamótin 1900 og fjallar um togstreituna milli hins rótgróna sveitasamfélags og þéttbýlisins sem þá fór að myndast. Meira.

SÓLARLITLIR DAGAR

Gleðileikur

Sólarlitlir dagar er leikrit með söngvum og gerist á Laugarbrekkuþingi á Snæfellsnesi á aftökudegi Bjarnar Péturssonar á Öxl. Hópur umreisandi leikara kemur á staðinn og hyggst notfæra sér þann mannsöfnuð sem búist er við til að slá dans og ganga til leika. Meira

GEGNSÆTT FÓLK

Drama

Gegnsætt fólk eða Maður og kona, piltur og stúlka og ein óþekkt stærð er formtilraun þar sem gengið er út frá leikaranum fremur en framvindunni. Verkið skiptist í tíu smámyndir og fjórar aðalmyndir þar sem umfjöllunarefnin eru græðgi, grimmd, girnd og gæfuleysi. Meira

TÖFRASPROTINN

Barnaleikrit með söngvum

Baldur er ósköp venjulegur strákur og frekar lítill í sér og verður því oft fórnarlamb hrekkjusvínanna á skólalóðinni. Því verður frekar fátt um svör hjá honum þegar Álfur, sendiboði Sumarlandsins, kemur til hans í leit að hetju til að hjálpa til við að endurheimta töfrasprota. Meira

VAXTARVERKIR

Unglingaleikrit með söngvum

Í Vaxtarverkjum er ekki sögð saga í algeru samhengi, miklu heldur er verkið laustengdar svipmyndir úr lífi unglinga í borg. Fylgst er með krakkahópi í skólanum, á heimilinu og úti á lífinu. Meira

 

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is