Forsíða

ÚTVARPSLEIKRIT
eftir Benóný Ægisson

Upplýsingar um verkin og frumuppfærslur þeirra. Handrit fylgja flestum verkunum.

© Benóný Ægisson - Verkin má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar


UPPFRÆÐSLA LITLA TRÉS

Leikgerð eftir skáldsögu Forrest Carter

Indjánadrengurinn Litla tré er fimm ára þegar hann verður munaðarlaus og fer að búa hjá afa sínum og ömmu í fjöllunum. Þá hefst uppfræðsla hans og hann lærir ýmislegt gagnlegt hjá gömlu hjónunum, allt frá lögmáli Leiðarinnar, sem er aðferð Sérókanna til að lifa í sátt við náttúruna, til viskíbruggunar. Meira

Í BANKASTRÆTI RÍS EKKERT LENGUR UNDIR NAFNI - NEMA NÚLLIÐ

Örleikrit - útvarpsleikrit

Þar sem íbúar Kvosarinnar eru örfáir er allt mannlífið aðflutt, þeir sem eru þar eiga þar ekki rætur heldur erindi. Stöðuverðirnir A og D þurfa að draga sig í hlé úr dagsins önn og sinna frumþörfum sínum, en verða þá óvart þáttakendur í uppgjöri B og C, konu og manns úr viðskiptaheiminum. Meira

..UNDARLEGA DIGRUM KARLARÓM..

Einþáttungur - útvarpsleikrit

Ungur embættismaður hefur beðið í skrifstofu sinni í fimm ár án þess að fá nein fyrirmæli og án allra afskipta að þegar eldri og valdameiri embættismaður bankar uppá hjá honum. Sá eldri heldur því fram að hann hafi verið boðaðaur á fund í skrifstofu þess yngri en veit ekki hver boðaði hann. Meira

 

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is