GLÆSIBÆJAREINTÖLIN

ÁLITSGJAFI

SÖNGVARI

VENJULEG STELPA

NEFNDARFORMAÐUR

SYSTIRIN

STÓRKARL

DANSMÆR

KNATTSPYRNUÁHUGAMAÐUR

FYRIRSÆTA

SJÓMAÐUR

DJÓKARI

HÚSVÖRÐUR

VEFSTÓLL

FORSÍÐA





Fyrirsætan

Vertu ekkert að þykjast kannast við mig
Hvaðan er þessi eiginlega?
Úr endurvinnslunni?

Hei..
það er óþarfi að verða svona sár..
er ekki nóg af öðrum stelpum hérna?..

Meinarðu það..
þú ert ekki bara..
Okei. Það getur vel verið að þú hafir séð mig áður
Í sjónvarpinu kannski..
Nákvæmlega. "Þessir eilífu blettir í lakinu. Þeir fóru ekki úr fyrr en ég byrjaði að nota Veritas. Og nú nota ég alltaf Veritas"..
Já, mér finnst hún frábær líka.

Ég var mest á Ítalíu þegar ég var í þessu
Það er allt alveg geðveikt gamalt þar
Ég meina..
Í Róm, þar er allt ógeðslega gamalt skilurðu
Sko. Hérna er hús alveg ógeðslega geðveikt gamalt ef það sé orðið hundrað ára. En í Róm eru hús og götur sem voru til þegar Pétur postuli var þar. Það er sko geðveikt gamalt..
Já nákvæmlega.. hann í biblíunni..
Já. Sá Pétur: Legg þú á djúpið og allt það

Það er meira að gera í Mílanó en Róm er miklu betri
Karlarnir eru frekari í Mílanó. Þeir eru alveg ógeðslega...
Ég meina..ekkert smámikið. Einn var alveg ógeðslega...
Sko. Hann átti að keyra okkur og svoleiðis og hélt að hann væri eitthvað rosalegur. En var það bara ekki. Bara.. alls.. alls.. ekki. Bara eitthvað ógeðslega eitthvað hallærislegur og hélt hann væri eitthvað meiriháttar kúl en var bara verulega önn kúl, skilurðu. Ókei. Einusinni kemur hann upp á herbergið mitt og bankar og hann bara alveg: Haaaaææ. Hann átti ekkert að sækja mig eða neitt svo ég bara: Oj. Og hann alveg: Haaaa? Alveg geðveikt hissa: Ætlarðu ekki að totta mig? Og ég bara: (Stingur puttum í kokið) Öööhhh! Ókei. Hann alveg: Kva? Ertu að meina þetta? Og ég bara: Jaaaá. Og hann alveg: Oohhh! Tíkin þín. Alveg ógeðslega geðveikt

Það fær sko enginn að kíkja í möppuna mína ef hann sé ekki í lagi
og það eru bara svo geðveikt margir sem eru ekkert í lagi í þessu fagi
Það eru ógeðslega margar hættur fyrir ungar stelpur
Alveg geðveikt margar

Ég er að vinna..
á kassa
"Viltu afritið?"
Það er alveg geðveikt leiðinlegt
Það er allt búið ef maður sé orðin átján og farin að líkjast konu..
Nákvæmlega. Hvers virði er fegurðin ef maður virkilega pælir í því skilurðu?..
Maður gæti auðvitað fengið einhver kerlingadjobb en það eru svo mörg fyrrverandi módel skilurðu?..

Hugsaðu þér, að vera átján og íðilfögur og ekkert á milli þín og dauðans nema nokkrar myndir í litprentuðum bæklingi frá Hagkaup eða Húsasmiðjunni..
Það er ógeðslega fúlt maður
Ég væri ekki í þessari vinnu nema út að því að þetta sé allt svart svo ég missi ekki bæturnar..

En það var karl að segja að hann gæti kannski notað mig í auglýsingu
Orkudrykkur - Sanitas eða eitthvað svoleiðis
Af því ég sé þessi helþí típa, skilurðu
Guð.. ég vona það
Það er miklu betra en þvottaefnið þó það sé auðvitað fínt svona út af fyrir sig
Heyrðu!
Það var gaman að tala við þig
Og fyrirgefðu..
En þú verður að gea eitthvað í pikköpplínunum þínum´
Ég meina.. það er engin verri
Nema kannski:
Kemurðu oft hingað?

 

© Benóný Ægisson


Efst á síðu