ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Óður
  2. Endalaus ljóð
  3. Dagur reiði
  4. Hótel
  5. Dansaðu hjartað mitt
  6. Ritalín-Ragga
  7. Fjarðaralda
  8. Rósir og rakvélarblöð
  9. Skuggamynd
  10. Þar er efinn
  11. ´69

Rósir og rakvélarblöð

Ég vil syngja um rósir og rakvélarblöð
rauðan loga og flöktandi skugga
æðar sem opnast og ískaldan dreyra
óspurð blóm sem visna í vasa

Hitler málaði myndir á veggi
úr myrru reykelsi og skíra gulli
en þegar hann skildi að þær skorti alla dýpt
skaut hann sig með silfurkúlu

Líkt og kristur þá lagðirðu á þig
að lífga dauða í óþökk þeirra
með lífið í nesti á líkklæðum ganga
lasarusar um vegleysur sínar

©Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is