Endalaus ljóð
Ég yrki endalaus ljóð
og vindurinn ber þau á brott
ég skrifa í ákefð í fáti ógáti
get ekkert að þessu gert
Ég yrki endalaus ljóð
ætla þau minni þjóð
í utanbókarlærdóm og endalaus leiðindi
eftir að ég hverf á brott
Ég yrki alóþörf ljóð
sem eru ekkert sérlega góð
sem enginn vill lesa og enginn bað um
skrifa fyrir skúffuna
Lífið er endasleppt ljóð
fyrir vindinum er ekkert skjól
þeir brjóta upp skúffuna og blöðin mín senda
beint í endurvinnslu
©Benóný Ægisson
|