Á vefsíðunni Splatterjól er djöfulsins Disneyjólunum gefið langt nef en hún inniheldur fjögur forvarnarlög gegn því ömurlega jólahyski sem fylgir þeirri fáránlegu framsetningu á jólum

Athugið að innihald síðunnar er vanhæft fyrir viðkvæmar sálir og ekki er ráðlagt að börn hlusti nema þið séuð hlynnt þeirri gömlu og góðu uppeldisaðferð að það sé nauðsynlegt að hræða börn


Smellið á myndirnar til að heyra lögin, það er gjörsamlega fríkeypis. Njótið!

Jólaheimsókn

Jólaheimsókn er forvarnarlag gegn jólasveinum og öðru jólahyski sem fólk í góðri trú veitir aðgang að híbýlum sínum um jólin

Söngur: Heiða Árnadóttir
Hljóðfæraleikur: Benóný Ægisson
Tónlist og texti: Benóný Ægisson
Tónmeistari: Guðmundur Einarsson (Búi)

Jólasveinninn kemur í kvöld

Í þessu hugljúfa lagi er hugað að undirtexta jólalagsins Santa Claus is Coming Tonight og honum snarað yfir á mannamál

Söngur: Benóný Ægisson
Bassi: Guðmundur Einarsson
Annar hljóðfæraleikur: Benóný Ægisson
Tónlist og texti: Benóný Ægisson
Tónmeistari: Guðmundur Einarsson (Búi)

Djöfuls disneyjól

Þegar þú er búinn að fá gjörsamlega upp í kok af öllum bingunum, dínunum og andívilljömsunum og glassúrinn er farinn að flæða út úr eyrunum á þér er þetta lag ágætis brú yfir í almennilegan jólasplatter

Söngur og hljóðfæraleikur: Benóný Ægisson
Tónlist og texti: Benóný Ægisson
Tónmeistari: Guðmundur Einarsson (Búi)

Forðaðu þér Rúdolf

Í þessum jólablús er fjallað um það heimilisböl sem áfengisneysla á jólum getur framkallað

Söngur: Benóný Ægisson
Hljóðfæraleikur: Benóný Ægisson
Tónlist og texti: Benóný Ægisson
Tónmeistari: Guðmundur Einarsson (Búi)


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is