ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Óður
  2. Endalaus ljóð
  3. Dagur reiði
  4. Hótel
  5. Dansaðu hjartað mitt
  6. Ritalín-Ragga
  7. Fjarðaralda
  8. Rósir og rakvélarblöð
  9. Skuggamynd
  10. Þar er efinn
  11. ´69

Dagur reiði

Hásæti stendur við kristalhaf
ásjóna hans sem skínandi sól
Út af munni gengur egghvasst sverð
augun brenna sem logi elds
Allt er læst með innsiglum sjö
eg stend við dyrnar og kný á þær

Blása þar englar blóði og eldi
Blása þar englar svo stjörnur hrapa
Blása þar englar sólina myrka
Blása þeir plágu yfir jörð
Blása þar englar brennisteini
Blása þar englar til hinsta dóms

Dagur reiði er runninn upp
hvítum skikkjum klæðumst við
Eigi mun okkur framar hungra
Guð mun þerra hvert vort tár
Lambið er til slátrunar leitt
mannkynið allt mun gráta það

©Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is