ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Óður
  2. Endalaus ljóð
  3. Dagur reiði
  4. Hótel
  5. Dansaðu hjartað mitt
  6. Ritalín-Ragga
  7. Fjarðaralda
  8. Rósir og rakvélarblöð
  9. Skuggamynd
  10. Þar er efinn
  11. ´69

Hótel

Úr rúmi rís maður af blundi
ræskir sig kveikir í smók
flýtir sér síðan af fundi
frúar í hárauðri brók
Í herbergi handan við ganginn
býr hommi sem heldur við grík
fjötraður hlustar hugfanginn
færður úr sérhverri flík

Dreymir um allsnakta dansendur
djarflega leikið á strengleik lokkandi vals
kornungir drengir á iðgrænu engi
ljúfir og lausir við pretti og fals

Í húsinu er hávaði af ljóðum
sem heyrast ef við höfum hljótt
um slemmuna sem að við stóðum
og stúlku sem ég sveik í nótt
Í kjallaraholu er kneifað
kláravín brennsi og spritt
og vímunnar fána er veifað
og vafalaust gera menn hitt

Heitir og örir af eitri dansa þeir
drykklanga niðdimma nóttina burt
einir í hópnum ærðir af löngun
elta þeir drauminn uns allt verður kjurt

Húsið með hundrað rætur
og höfuðið undir væng
er flestir fara á fætur
flýta sér aðrir í sæng
Í borginni brauðstritið lokkar
bílarnir urra sem fyrr
en í herbergi í húsinu okkar
heimurinn stendur þar kyrr

©Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is