Þar er efinn
Ég er ekki maður sem
byrjar búskap sinn á því
að kaupa ótal kampavínsglös
og fagna framtíðarsigrunum
Með kárahnjúk í hjartanu
kröflueld í höfðinu
fiskveiðkvóta í þörmunum
og suðurlandsskjálfta í örmunum
Á mér brennur ekki nein
frægð í 15 mínútur
mér dugar ekkert minna en
1000 ára ríki og ódauðleiki
En eftir mér rennur efinn skjótt
er öll mín ganga feigðarflan?
erindi mitt óljóst er týnt
og ekki nokkur skilur mig ©Benóný Ægisson
|