ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Óður
  2. Endalaus ljóð
  3. Dagur reiði
  4. Hótel
  5. Dansaðu hjartað mitt
  6. Ritalín-Ragga
  7. Fjarðaralda
  8. Rósir og rakvélarblöð
  9. Skuggamynd
  10. Þar er efinn
  11. ´69

Dansaðu hjartað mitt

Að vori þá lifnuðu í brjóstunum blóm
í bríma sprungum við út
leið okkar lá þá um djúpsævin blá
líkt og skip sem mætast um nótt
Á þinu valdi varð ég þá strax
vefur þinn laukst um mig blítt
Þú dansaðir tryllt útí tunglsljósinu
tókst síðan hjarta mitt

Kór:
Ó dapra hjartað mitt – dansaðu hjartað mitt
ástsjúka hjartað mitt – einn dans enn hjartað mitt

Sumar svo heitt og sólbrunnið leið
sviðinn plagar mig enn
Leið inní algleymi drykkju og dans
í draumunum ennþá ég brenn
Dreymdi um ástir og unaðslegt líf
endalaust stiginn var dans
Þú kysstir mann dreymandi í kvöldsólinni
kramdir svo hjarta hans

Burt er nú fegursta fiðrildið sem
flögraði um garðinn minn
Haustið braust inn í hjarta mitt
hreiðraði sig þar um sinn
Ást mín hún breyttist úr funa í frost
fjötraði í klakabönd mig
en hjartað mitt þrjóska þráast enn við
þráir að dansa við þig

©Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is