Óður
Ég kom eins og hver annar svipur
kom skuggi af sjálfum mér
Kom eins og þjófur að nóttu
og hvarf burt með hjartað úr þér
Lofaði gulli og gersemum
gaf þér nauðungarloforðin öll
Ef værirðu góð myndi eg vekja mér blóð
og vefa úr þokunni höll
Því fékk ég mér vinnu uppá velli
við að henda flugvélamat
Stundum við þurfum að strita
til að stoppa í vort fjárlagagat
En félagið fór beint á hausinn
það fór í þrot eins og við
Ég vafraði í blindni út á víðátturnar
Þú villtist á allt önnur mið
Þú laumaðir nemum í lifrina á mér
og last af þeim hver ég var
Lakst því svo út á netið
en nú veit víst enginn hvar
Leitarhundar röktu þá slóð
en það lá ekki á lausu þar
enginn veit lengur hver ég var
og við því fæst ekkert svar
©Benóný Ægisson |