´69
Hann klippti af sér hárið og keypti gucciskó
kalt að dansa berfættur á ís
Henti öllum pípunum og hellti sér í próf
og hálaunaða stöðu fékk hjá sís
Ég sé hann stundum hann sendir mér merki
samsærismanns því við breytumst ekki
Þó höfum við hóglífisístru safnað
þá hugsjónin góða í brjóstunum dafnar
Hún fleygði sandölunum og fékk sér gucciskó
og firnagóðan stessara í stíl
Framabrautina hún fram og aftur fló
af fítonskarfti í nettum dömubíl
Þegar ég bíð í bankanum
þá birtist hún mér í þankanum
Grasið er rakt og gengið allt skakkt
svo gufar hún upp í díor drakt
Við munum tékkó og víetnam vel
við unnum það stríð – ég er klár á því
En byltingin verður víst að bíða því ég tel
að brottför sé núna til kanarí
Við hittumst á barnum og heitum því blíð
að heimsækja og tala um liðna tíð
að ræða um blómin og friðin svo fróm
svo forðum við okkur í gucciskóm ©Benóný Ægisson
|