Útlaginn
Himinblátt er á Havaí
hafið og gott að kafa í því
Ég sit með glas með safa í
og sötra af ákaf´úr því
Þegar ég er að djúsa bús
syng ég þennan havaíblús
þó aurinn skríð´á mér eins og lús
er far mitt sokkið með manni og mús
Ómældu magn´af amfetamí-
ni ég þrykkti þarman´í
setti gömlu garman´í
sorpið og fékk mér armaní
Því er ég hér á Havaí
við haf sem ég nenn´ekkjað kafa í
Ég sit með glas með safa í
og sorgirnar þungar sem blý
© 2012 Benóný Ægisson
|