Græðum á daginn
Við erum ekki andlitslaus fjöldinn
erfðum við sómann og sverðið og skjöldinn
Togum í spotta á bakvið tjöldin
og tökum að okkur að innheimta gjöldin
Við græðum á daginn og grillum á kvöldin
og gleðjumst af því að við höfum völdin
Við græðum á daginn og grillum á kvöldin
og guði við þökkum að við höfum völdin
Innmúraður
innmúraður
Þú ert ekki með ef þú ert ekki innmúraður
Innmúraður
innmúraður
© 2012 Benóný Ægisson
|