Sunnudagsmorgun í 101
síðustu gleðiópin
sytrí hugann inn
svo koma götusóparnir
inní drauminn minn
best að fará fætur
og flýta sér að gá
að sprautunálum og smokkum
áður en börnin fará stjá
Kór:
því á sunnudögum er stemming engu lík
í hverfinu mínu hundrað og einum downtown reykjavík
vofa glaums og gleði
læðist strætin um
tóm dós undan öli
verður fyrir fætinum
lítil stúlka kemur út um dyr
og gengur beint á mig
með leifarnar af gærdeginum
hangandi við sig
loftpressan hún leikur ekkí dag
sín ljúflingslög
og lítið er um undirleik
á lipra steypusög
bílarnir að byrja að kíkja
í búðargluggana
og hugrökk lítil sól tekst á við
langa skuggana
© 2012 Benóný Ægisson
|