ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Útlaginn
  2. Martröð fangans
  3. Svart kaffi
  4. Meirafífl
  5. Græðum á daginn
  6. Álver leysa allan vanda
  7. Söngur endurskoðandans
  8. Kveðið eftir vin minn II
  9. Sunnudagsmorgun í 101
  10. Drekkum í nótt
  11. Íslenskt hergönguljóð
  12. Ss. Ísland

Svart kaffi

Hvað ert þú að gera?
Hvað er hér að ske?
Komstu til að fá þér
kaffi eða te?
Ég var kominn yfir þig
í önnum að gleyma þér
en hérner skeið svo
hrærðu uppí hjartanu í mér

Má bjóða annan bolla
biksvart handa þér
og barmafullt af eitri
sem byrlaðir þú mér
Ég safnaði því saman
í sálinni öll þessi ár
Það var ágæt aðferð
til að ýfa upp mín sár

Komstu bara til að
fá þér kaffikorg?
Eða komstu til að verða aftur
Jerúsalemborg?
Ég reið inní þig á asna
átti ekkert hross
og eftir geðveikt gaman
gekk ég út með kross

Brotin gróa saman
Batnar langflest veilt
En brostið hjarta verður aldrei
aldrei aftur heilt
En ég býð þér annan bolla
biksvart trúðu mér
og hérner skeið svo hrærðu uppí
hjartanu í mér

© 2012 Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is