Kveðið eftir vin minn II
Með skrúfjárni þú skófst af draumnum krómið
og skarst á æðarnar í kaldri ró
felldir síðan blýþungt tár í tómið
timbrað lítið blóm sem drottni dó
Þú varst aldrei mikið fyrir þjarkið
og þreyttist fljótt í svipuhöndinni
er félagarnir helltu sér í harkið
í hinsta sinn þú varpaðir öndinni
Englaskari bar þig í bláinn
þú berð ekkj´oftar fullur upp hjá mér
já djöfull fer þér vel að vera dáinn
og drottinn veit ég sé ekkj´eftir þér
© 2012 Benóný Ægisson
|