ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Útlaginn
  2. Martröð fangans
  3. Svart kaffi
  4. Meirafífl
  5. Græðum á daginn
  6. Álver leysa allan vanda
  7. Söngur endurskoðandans
  8. Kveðið eftir vin minn II
  9. Sunnudagsmorgun í 101
  10. Drekkum í nótt
  11. Íslenskt hergönguljóð
  12. Ss. Ísland

Kveðið eftir vin minn II

Með skrúfjárni þú skófst af draumnum krómið
og skarst á æðarnar í kaldri ró
felldir síðan blýþungt tár í tómið
timbrað lítið blóm sem drottni dó

Þú varst aldrei mikið fyrir þjarkið
og þreyttist fljótt í svipuhöndinni
er félagarnir helltu sér í harkið
í hinsta sinn þú varpaðir öndinni

Englaskari bar þig í bláinn
þú berð ekkj´oftar fullur upp hjá mér
já djöfull fer þér vel að vera dáinn
og drottinn veit ég sé ekkj´eftir þér

© 2012 Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is