ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Útlaginn
  2. Martröð fangans
  3. Svart kaffi
  4. Meirafífl
  5. Græðum á daginn
  6. Álver leysa allan vanda
  7. Söngur endurskoðandans
  8. Kveðið eftir vin minn II
  9. Sunnudagsmorgun í 101
  10. Drekkum í nótt
  11. Íslenskt hergönguljóð
  12. Ss. Ísland

Martröð fangans

Setjist niður bræður og systur litla stund
ég syngja vil um mann sem lentí raun
Kom á röngum tíma á konu sinnar fund
og kveinstafir hans óma nú um gjörvallt litlahraun

Óvænt kom af sjónum og ekki meirum það
uppí rúmi léku kroppar tveir
Kýldi gaurinn blóðugan og kastaðútí horn
kuta sín brá og hún var ekki meir

Landaflösku keypti af leigubílstjóra
lagðist upp í sófog drakk sig frá
Lá heilan dag og hugsaði sitt ráð
er húmið lagðist á – þá fór hann á stjá

Tók haglabyssu með heim til fyrri konunnar
að hefna fyrir löngu brenndan graut
Skrána maskaði og skundaði þar inn
skaut löppinundan máginum og flúði svo á braut

Þeir komað honum óvörum og króuðu hann af
með kjaftfylli af byssuhlaupinu
Sviptu hann hólknum og sjálfsálitinu
og svefnsamt ekki lengur er á litlahrauninu
ekki lengur svefnsamt á litlahrauninu

© 2012 Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is