Meirafífl
Afi sagði við pabba minn og settann á sitt hné:
Sonur, ekkert er göfugara en að græða fé
í viðskiptum er regla númer eitt og tvö og þrjú
að sá sem að þú dílar við sé meira fífl en þú
Svo pabbi stóð í fjörunni með litla ljóskerið
og leiddi allar skúturnar uppá blindskerið
pabbi minn var traustur og ávallt verk sín vann
og þeir sem sigldí strand þeir voru meira fífl en hann
Kór:
Þeir eigað fá allramest sem besta hafa lyst
af list svo geta aðrir á þeim rassinn kysst
Verðbréf eru veröld mín - ég kaupi þau og sel
vissulega hægt að segjað kjaftur hæfi skel
og tilveran er ekkert minnen æðisleg
því alltaf finn ég einhvern sem er meira fífl en ég
Afog pabbi báðir rosa roggnir eraf mér
það rekur margt á fjörur mínar eins og vera ber
En ég ber enga ábyrgð ef allt fer á versta veg
varler það mér að kenna ef til er meira fífl en ég
Kór:
Þeir eigað fá allramest sem besta hafa lyst
af list svo geta aðrir á þeim rassinn kysst
© 2012 Benóný Ægisson
|