Langstærsti draumurinn
Fjölleiksýning með blandaðri tækni en auk hefðbundinna þátta leiksýningar (leikur, dans, tónlist osfrv.) er notast við kvikmyndatækni og tölvugrafík. Tveir hlutar verksins voru sýndir á Menningarnótt 2007, Þeir stífluðu dalinn minn og Uppflosnað fólk.
|
Drauganet
Drauganet gerist í hugskoti höfundar sem er að reyna að skapa leikpersónur. Hann gerir ýmsar tilraunir á þeim og vekja þær sjaldnast mikla hrifningu leikpersónanna sem eru ofurseldar duttlungum höfundarins. Leikpersónur verksins þrá það heitast að komast í leikrit en eru svo óheppnar að hafa lent hjá duglausum höfundi. Verkið var frumsýnt 2005.
|