LÝÐVELDISLEIKHÚSIÐ |
|||||||
![]() |
Sveinn skotti snýr afturFimm sýningar í janúar![]() Fimm sýningar í verða í janúar 2011 á leikverkinu Síðasti dagur Sveins skotta, en verkið var frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 18. mars sl og er samstarfsverkefni við Kómedíuleikhúsið. Verkið er ljóðleikur eða söngdans um Svein Björnsson þjóf, nauðgara og galdramann, son Axlar-Bjarnar. Sýningarnar verða í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 21. og 22. janúar, í Félagsheimilinu á Þingeyri 23. janúar og í Tjarnarbíói í Reykjavík 27. og 28. janúar. 16. desember 2010Söngleikur um Svein skottaStyttist í frumsýningu![]() Æfingar eru hafnar á nýju íslensku leikverki, Síðasti dagur Sveins skotta, en verkið verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 18. mars en það er ljóðleikur eða söngdans um Svein Björnsson þjóf, nauðgara og galdramann. Síðasti dagur Sveins skotta er svört kómedía þar sem jafngild eru leiklist, tónlist og dans. Leikurinn gerist á síðasta ævidegi Sveins skotta þar sem hann bíður aftöku sinnar og rifjar upp líf sitt og ástæður þess að svona er komið fyrir honum. Konur hafa verið hans örlagavaldar, fyrst móðir hans sem gerði honum í móðurkviði að hefna föður síns, síðan fórnarlömb hans og að lokum konan sem leikur á hann og hefur hann undir. Helstu höfundar og flytjendur verksins eru: Benóný Ægisson höfundur handrits og tónlistar, Elfar Logi Hannesson leikari og leikstjóri, Halldóra Malín Pétursdóttir leik- og söngkona, Henna Riikka Nurmi höfundur sviðshreyfinga, leikari og dansari, Steingrímur Guðmundsson höfundur tónlistar og hljóðfæraleikari og Ársæll Níelsson leikari. Marsibil G. Kristjánsdóttir sér um leikmynd og búninga. Uppsetning verksins er styrkt af menningarráði Vestfjarða og fyrirtækjum á Ísafirði sem eru vinveitt listum og menningu. Eftir að verkið hefur verið sýnt á Ísafirði verður það sýnt í Reykjavík og víðar um landið. 7. mars 2010Síðasti dagur Sveins skottaSamstarf við Kómedíuleikhúsið á Ísafirði![]() Kómedíuleikhúsið á Ísafirði og Lýðveldisleikhúsið í Reykjavík munu hafa samstarf um að setja upp sviðsverkið Síðasti dagur Sveins skotta á Vestfjörðum snemma ára 2010. Verkið er ljóðleikur eða söngdans um Svein Björnsson þjóf, nauðgara og galdramann sem var hengdur í Rauðuskörðum á Barðaströnd 1648. Sveinn þessi var enn í móðurkviði þegar faðir hans Axlar-Björn var tekinn af lífi fyrir morðverk sín. Helstu höfundar og listrænir stjórnendur eru: Benóný Ægisson höfundur handrits og tónlistar, Elfar Logi Hannesson leikari og leikstjóri, Steingrímur Guðmundsson höfundur tónlistar og hljóðfæraleikari og Henna Riikka Nurmi höfundur sviðshreyfinga, leikari og dansari. Fyrirhugað er að efna til samstarfs við leikfélög, tónlistarskóla, kóra, tónlistarfólk og dansara á Ísafirði og í nágrannasveitarfélögum. 5. október 2009Út í kött!Sýningar hefjast að nýju![]() Sýningar Lýðveldisleikhússins á barnaleikritinu Út í kött! hefjast að nýju um helgina í Gerðubergi. Sýningarnar verða laugardaginn 26. september og sunnudaginn 27. september og hefjast kl. 14. Við bjóðum leikarana Finnboga Þorkell Jónsson og Ólöfu Hugrúnu Valdimarsdóttur sem fara með hlutverk geimskrímsla og ýmsra ævintýrapersóna t. d. Rauðhettu og úlfsins og Öskubusku og prinsins velkomin til leiks en þau leysa þau Guðmund Elías Knudsen og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur af í þessum sýningum og öðrum sem verða á næstunni. 23. september 2009Út í kött! á MenningarnóttTvær kynningar á verkinu![]() Lýðveldisleikhúsið var með tvær kynningar á Út í kött! á Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 22. ágúst. Fluttur var örsöngleikur um Öskubusku, kvæðið er eftir Roald Dahl en tónlistin eftir Benóný Ægisson. Sýningarnar voru á Lækjartorgi og á sviði á Skólavörðustígnum og tókust mjög vel en þegar sú fyrri hófst stytti upp og sólin braust fram úr skýjum 24. ágúst 2009Út í kött! frumsýnt 26. maíNýtt dansleikhúsverk fyrir börn![]() Lýðveldisleikhúsið mun frumsýna nýtt íslenskt dansleikhúsverk fyrir börn þriðjudaginn 26. maí n.k. kl. 17 í Gerðubergi. Þetta er dans og söngleikur sem ber nafnið Út í kött! og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Þessi ævintýraleikur er fyrir börn á aldrinum fjögurra til tólf ára en fullorðnir ættu líka að hafa gaman að þessu fjöruga verki. Nokkrar sýningar verða í Gerðubergi í vor en einnig verður Út í Kött! sýnt á Björtum dögum í Hafnarfirði í júní. 7. maí 2009Ávarp á alþjóðlegum leikhúsdegi barnaeftir Þórarin Eldjárn![]()
Leikhúsmiði......
20. mars 2009Æfingar hafnar á Út í kött!![]() Nýtt dansleikhúsverk fyrir börnLýðveldisleikhúsið hefur hafið æfingar á nýju dansleikhúsverki fyrir börn. Verkið heitir Út í Kött! og er byggt á útgáfum Roalds Dahl á þremur Grimms ævintýrum en annar texti og þýðingar á kvæðum Roalds Dahl er eftir Benóný Ægisson. Leikstjóri og danshöfundur er Kolbrún Anna Björnsdóttir, búningar og sviðsmynd eru eftir Sigríði Ástu Árnadóttur en tónlist eftir Benóný Ægisson. Flytjendur eru Heiða Árnadóttir söngkona, dansararnir Guðmundur Elías Knudsen og Kolbrún Anna Björnsdóttir og tveir kornungir leikarar, þau Fannar Guðmundsson og Sóley Anna Benónýsdóttir. Stefnt er að því að frumsýna Út í Kött! í apríl Meira um verkið 7. mars 2009KINKI - Skemmtikraftur að sunnanEinsöngleikur í Salnum í Kópavogi![]() Skemmtikrafturinn Kinkir Geir Ólafsson hefur af góðmennsku sinni ákveðið að gefa konum í úthverfum 101 Reykjavíkur tækifæri til að njóta kertaljósakonserts síns í tónleikahúsinu Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi. Kertaljósakonsertinn verður fimmtudaginn 25. september kl. 20 en ekki eru fleiri konsertar fyrirhugaðir í úthverfunum heldur mun Kinkir Geir einbeita sér að því að gleðja konur á landsbyggðinn næstu misseri. Kinkir Geir Ólafsson er söngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum. En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin. Nei þetta er líka upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. Kinkí mun meðal annars leiða dreifbýlingana í allan sannleika um átthaga sín, nafla alheimsins: 101 Reykjavík þar sem æðiliðið býr Sigurför Kinkis Geirs Ólafssonar um landið hófst með frumsýningu á Seyðisfirði 27. júní s.l. en síðan lá leið hans m.a. til Ísafjarðar á einleikjahátíðina Act Alone þar sem hann sló eftirminnilega í gegn. Meira um verkið 18. september 2008 |
![]() ![]() |