LÝÐVELDISLEIKHÚSIÐ

LEIKRITIN

SÝNINGAR

FRÉTTIR

HÓPURINN

ENGLISH





Leikhópurinn


The players
Lýðveldisleikhúsið


Darren Foreman

Darren Foreman

Darren Foreman lauk B.A. námi í leiklist frá Syracuse University í New York og meðal kennara hans má nefna John Kirby, Jeff Perry (sem stofnaði Steppenwolf leikhúsið), Charles Nelson Reilly, William Traylor, Richard Fancy og Arthur Storch. Darren hefur starfað sem leikari í Bandaríkjunum, aðallega í Los Angeles og New York og hefur hann leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum. Hann hefur m.a.leikið í sjónvarpsmyndaröðinni The West Wing (Vesturálman), Sports Night (Leikjastund), Unsolved Mysteries (Hulin ráðgáta), Digital man (Stafræni maðurinn), American Buffalo (Ameríski vísundurinn) og Picnic (Lautarferðin).

Darren Foreman er búsettur á Íslandi og starfar sem leikari og leiklistarkennari. Hann hefur einnig leikið í nokkrum íslenskum kvikmyndum, leikstýrt og starfað við framleiðslu sjónvarpsþáttanna um Latabæ.


Kolbrún Anna Björnsdóttir

Darren Foreman

Kolbrún Anna Björnsdóttir útskrifaðist sem leikkona 1998 frá the Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff í Wales. Frá því hún útskrifaðist hefur hún starfað á Íslandi. Meðal hlutverka sem hún hefur leikið að undanförnu eru Cécile Volanges í Hættuleg kynni, Prinsessan í Hversdagslegt kraftaverk, og Laufey í barnaleikritinu Lineik og Laufey.




Benóný Ægisson

Benóný Ægisson

Benóný Ægisson hefur starfað sem rithöfundur síðan 1974 en þá kom út fyrsta bók hans, Tekið í. Fyrsta leikrit hans var söngleikurinn Skeifa Ingibjargar sem var frumsýndur 1979. Birt leikverk hans eru um það bil tuttugu m.a. Vatn lífsins í Þjóðleikhúsi, Hið ljúfa líf og Töfrasprotinn í Borgarleikhúsi og Engin miskunn og Frekari innheimta í Sjónvarpinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leikritaskrif.

Benóný hefur starfað í leikhúsi, heima og erlendis, sem leikari, tónlistarmaður og leikstjóri. Hann hefur unnið sem handverks- og myndlistarmaðuri, leikið í hljómsveitum og samið fjölda sönglaga. Þegar hann vantar salt í grautinn starfar hann sem ofurrótari, vefari eða textasmiður.

Meira um Benóný Ægisson og verk hans hér.


Annað listafólk

Alls hafa 34 listamenn komið að uppfærslum Lýðveldisleikhússins en þeir eru:

Aðalbjörg Þóra Árnadóttir
Alexía Björg Jóhannesdóttir
Ársæll Níelsson
Brynja Valdís Gísladóttir
Brynjar Helgi Jónsson
Elfar Logi Hannesson
Elín Ylfa Viðarsdóttir
Fannar Guðni Guðmundsson
Finnbogi Þorkell Jónsson
Guðmundur Elías Knudsen
Gunnar Eyjólfsson
Halldóra Malín Pétursdóttir
Heiða Árnadóttir
Henna-Riikka Nurmi
Höskuldur Sæmundsson
Ingibjörg Stefánsdóttir
Ingibjörg Þórisdóttir
Kristrún Eyjólfsdóttir
Leifur Gunnarsson
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Marsibil G. Kristjánsdóttir
Ólafur Guðmundsson
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
Páll Sigþór Pálsson
Ragnheiður Gestsdóttir
Sigríður Ásta Árnadóttir
Sindri Már Sigfússon
Sóley Anna Benónýsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Steingrímur Guðmundsson
Valgeir Skagfjörð
Þórgnýr Thoroddsen
Þórunn Clausen
Þröstur Guðbjartsson

 



Lýðveldisleikhúsið - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - S: 897 8694