Forsíða


Hverra manna ert þú góði?
Auðmenn
Valdsmenn
Sakamaðurinn
Innflytjandinn
Hundadagadrottningin
Forsíða

 

Ætt mín frá Eggert og Sesselju:

Eggert Hannesson 1516-1583 og Sesselja Jónsdóttir (1525)-?
Ragnheiður Eggertsdóttir 1550-1642
Sessekja Magnúsdóttir (1570)-1622?
Elísabet Ísleifsdóttir 1615-1680
Árni Halldórsson 1658-1709?
Krístín Árnadóttir (1705)-?
Einar sterki Jónsson 1722 - 1764
Hákon Einarsson 1761 - 1825
Einar Hákonarson 1796
Jón Einarsson 1837
Vigfús Jónsson 1873 - 1953
Einar Björn Vigfússon 1902 - 1985
Gunnar Ægir Einarsson 1928 - 2002
Benóný Ægisson 1952

 

Ætt mín frá Jóni Grímssyni:

Jón Grímsson (1500)-1570 og Kristín Vigfúsdóttir (1510)-1550
Vigfús Jónsson 1540-1635
Helgi Vigfússon 1560-1640
Halldór Helgason 1615-1671
Árni Halldórsson 1658-1709?
Krístín Árnadóttir (1705)-?
Einar sterki Jónsson 1722 - 1764
Hákon Einarsson 1761 - 1825
Einar Hákonarson 1796
Jón Einarsson 1837
Vigfús Jónsson 1873 - 1953
Einar Björn Vigfússon 1902 - 1985
Gunnar Ægir Einarsson 1928 - 2002
Benóný Ægisson 1952



Annáll 16. aldar

Íslandskort frá 1539

1495
Sótt og plága um allt Ísland

1497
Fannst sá fjórði heimspartur sem heilög ritning ekki getur sem nefnist Ameríka. Plato vottar þessi heimspartur hafi í fyrndinni eður forðum kallast Atlantia.

1501
Englendingar ræna Bessastaðakirkju

1504
Aflátssala til byggingar Péturskirkju

1510
Mannskætt Heklugos

1511
Gekk bóla mikil

1514
Englendingar drepa umboðsmann konungs og menn hans og ræna konungsskipi. Menn konungs sökkva ensku skipi og taka annað. Englendingar hafa fasta búsetu í Vestmannaeyjum og halda kaupstefnur. Mikið fyllerí, bardagi og mannfall

1515
Kristján II kvartar við Henrik VIII. um framferði kongsins undirsáta af Englandi

1518
Krisján II. reynir að selja Ísland

1519
Kom stórfjúk í 8. viku sumars; fennti þá peninga og dóu. Ögmundur Pálsson biskup í Skálholti

1521
Jón Arason biskup á Hólum

1522
14 stórhveli rekur á Reykjanesi

1523
Valdabarátta milli biskupa um Hóla. Mannafellir vegna harðræðis og hungurs. Týli Pétursson fyrrum hirðstjóri hálshöggvinn. Fellir á Suðurlandi

1526
Jón í Odda ávíttur fyrir villukenningar. Segir að ákall til helgra manna sé skurðgoðadýrkun og mótmælir banni á hjúskap presta. Þýskur bartskeri fenginn til að lækna sáraveiki

1527
Verslunarsamningur við Breta og Þjóðverja

1528
Við ber að ungir menn sigli með enskum sér til frömunar. Skærur milli Þjóðverja og Englendinga. Ögmundur reynir að hrekja Jón úr Odda

Á 16. öld sló oft í brýnu milli hinna ýmsu þjóða sem voru við veiðar eða stunduðu verslun á Íslandi. Sumir þeirra sem hingað flæktust voru hreinir og klárir sjóræningjar

1532
Stórbardagi. Tugir Englendinga drepnir. 300 Hamborgarar auk Íslendinga ráðast á búðir Englendinga í Grindavík. Sigri fagnað með öldrykkju lúðrablæstri og bumbuslætti

1534
Séra Sigurður Jónsson á Grenjaðarstað var höfðingi, hafði 6 sveina og 10 erfiðismenn. Séra Sigurður hafði alltíð bjór eður munngát til síns borðs hvert ár um kring; voru önnur munngát heitt þegar önnur eyddust. Miklir hvalrekar á Vesturlandi

1535
Hirðstjórum vísað á bug. Biskupar hinir réttu hirðstjórar

1536
Kristján II til valda. 1538 skipar hann afnám rómverskrar trúar

1539
Hirðstjóri rænir Viðeyjarklaustur. Gissur Einarsson biskup í Skálholti. Fógeti drepinn í Skálholti og aðrir Danir sem tóku þátt í Viðeyjarráninu.

1540
Þýðing Nýjatestamentis

1541
Ögmundur handtekinn. Siðaskipti í Skálholtsstifti

Skálholtskirkjur voru stærstu timburhús á Norðurlöndum, um 50 metrar að lengd og um 700 fermetrar. Á 16. öld voru þrjár kirkjur í Skálholti, Árnakirkja, Ögmundarkirkja og Gíslakirkja. Allar uðru þær eldi eða fúa að bráð

1542
Heitkona Gissurs biskups fífluð

1543
Jón svenski prestur kemur fyrstur manna með prentsmiðju

1544
Ósiðvanalegar formyrkvanir á sólu og tungli þegar Gissur biskup kvongvaðist

1546
Gissur biskup lést. Galdraásakanir á prest. Landskjálftar í Ölfusi

1547 br> Krossinn helgi á Kaldaðarnesi tekinn niður

1548
Gissur biskup deyr. Englendingar með ofbeldi gagnvart Hamborgurum

1549
Marteinn Einarsson Skálholtsbiskup

1550
Jón Arason leggur undir sig Skálholt. Daði í Snóksdal handtekur Hólafeðga. Jón Arason og synir teknir af lífi

1551
Norðanmenn hefna Jóns. Drápu 14 Dani. Grímiklæddir með hettur og hökustalla. Drepa böðulinn með því að hella upp í hann bráðnu blýi. Beitt var skotvopnum.16 menn flýja til Englands. Íslendingar látnir sverja Kristjáni II trúnaðareiða, sumstaðar með nauðung. 400 manna lið 2/3 kesjuriddarar. Lausaleikskróar presta arfgengir. Óhlýðnir prestar dæmdir frá embætti. 3 bænadagar vegna illsku Íslendinga.

1552
Helgidögum fækkað í 70. Fólki sagt að forðast lausung og leikaraskap, ofdrykkju og vondan lifnað

1553
Hafís umhverfis landið

1554
Ólafur biskup lætur brjóta krossa og líkneski. Eldgos í Heklu og landskjálftar. Kemur upp stóra bóla

1555
Fyrirmenn landsins koma saman á Bessastöðum að gefa andsvar við brefi kongsins um kirkju og skólahald, tíund ofl. (Um skólana stæði eftir kongsins náðarbréfi utan um öl daglega fyrir skólalýðinn yrði ei viðkomið sökum fátæktar landsins). Prestum skipað að fastna sér fylgikonur. Veraldleg lögsaga í sifjamálum

1557
Bólusótt veldur mannfalli

Drepsóttir voru algengar á 16. öld og dauðinn fór ekki í manngreinarálit, það dóu bæði háir og lágir. Því gat auður safnast á fárra hendur og deilur um erfðamál orðið blóðugar

1558
Sást ein forundrunarsamleg kómeta

1561
Dó Helgi ábóti. Gekk þrisvar til Rómar að taka lausn páfa; hann átti börn við meinalausum konum

1563
Aðgreining karla og kvenna í kirkjum

1564
Stóridómur lögfestur

1566
Hafís fram á mitt sumar. Höfuðsmaður drukknar í hlandfor

1571
Guðbrandur Hólabiskup

1572
Formyrkvaðist tunglið á einum miðvikudegi þann 25. júní í 4 stundir. Englendingar hertaka forstöðumann konungsverslunar

1573
Formyrkvaðist tungl í 8 stundir

1574
Formyrkvaðist sól í 4 stundir

1575
Skip Hamborgara rétttæk

1578
Landskjálftar á Suðurlandi

1579
Friðrik konungur sendir 6 byssur og 8 spjót svo menn gæti heldur varið sig fyrir ágangi útlenskra illmenna. Hollenskir hvalveiðimenn herja á Vestfirði

1580
Ein kómeta sén í oktobri

1581
Dæmt á Vestfjörðum í vopnaburðarmálum. Landskjálfti á Suðurlandi

1584
Landskjálfti. Guðbrandsbiblía prentuð

1586
Sótt á Íslandi. Á Marteinsvöku sáust 3 tungl á himni með einum stórum rosabaug og gekk eitt belti í gegnum öll þrjú. Fallbyssuvígi í Vestmannaeyjum til að vinna á Englendingum. Víg undir Jökli

1587
Vestmannaeyingum bannaðar sumarveiðar til að þeir skipti ekki við útlendinga

1589
Guðbrandur mælist til að ónytjukveðskapur, afmorskvæði og brunavísur leggist af

1590
Tómas Pálsson borinn sökum um að lána Þorgeiri leikara konu sína. Gekk bóla

1591
Hófst nautadauðinn og svo hunda

1592
Guðbrandur biskup fordæmir hestaþing, vikivaka og smalabúsreiðar sem heiðinglegt athæfi

Guðbrandur biskup fordæmir hestaþing, vikivaka og smalabúsreiðar og allt heiðinglegt athæfi eins og leiki, söng og dans. Myndin er úr Íslensku teiknibókinni

1594
Einn maður sá svofellda sýn: hann reið frá Odda suður, hann sá fljúga einn dreka í lopti neðarlega sem lindormur er uppkastaðaur; var allt í rauðum loga, fór vesta og þráðbeint austur. Varð maðurinn aptur að snúa því hesturinn vildi hvergi ganga en hvorki sakaði manninn né hestinn. Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og Skúmsstöðum skrímsl; það var ferfætt og hábeinótt, selhært, hafði annaðhvort svo sem hundshöfuð eða hérahöfuð, en eyru svo stór sem íleppar, lágu þau á hrygginn aftur; bolurinn var svo sem foladskroppur og nokkuð styttri; hvít gjörð var yfir um það hjá bógunum, en var grátt eða svo sem móálótt aftur frá; rófa var löng og stór, kleppur sem á leónshala á endanum, frátt sem hundur; sást á kveldin

1595
Einn dag er fólk fór frá messu í Skálholti suður yfir Hvítá sáu nokkrir menn eina undarlega skepnu sem kom upp úr ánni á ferjustaðnum milli hamranna. Það var mikil kind um sig og ósýnileg, og þykjast menn varla kunna frá að segja; þó hafi verið álíka að sjá á það sem selshöfuð, kynjastórt en aftur eftir undarleg kryppa eður bægsl svo sem með tindum en sem flatbytna fyrir aftan; sýndist skjöldótt og svo stórt sem eitt hús, dró sig fram eftir ánni og steyptist svo; halda menn að sú ókind eigi heima í Hvítá og sjáist fyrir stórtíðindum. Þá skeði formyrkvan tungls. Þá sást og ein óvanalega leiftrandi stjarna, einninn vígahnettir. Erjur Dana og Englendinga við Eyjar Þann 21. januari sást vígahnöttur hver eð hrapaði í útsuðurátt. Á sama ári sást flugdreki í landnorður þann 10. septembris. - þá sást óvenjuleg kómeta

1596
Urðu uppvís morðverk Björns í Öxl vestur. Hann hafði drepið og myrt 9 menn sem hann meðkenndi sjálfur, suma til fjár, en hina aðra fátæka drap hann þá, sem í nánd voru, þegar hann myrti aðra til fjárins, en þegar honum varð aflsskortur, þá veitti kona hans honum lið. Hún brá snæri um háls þeim og rotaði með sleggju. Þessa dauða gróf hann í heygarði eða flóri og fundust fleiri mannabein en hann meðgekk að drepið hefði og kvaðst hafa fundið þá dauða og nennt ekki til kirkju að hafa. Hann var dæmdur á Laugabrekkuþingi. Var fyrst limamarinn með sleggjum og síðan afhöfðaður og svo í sundur stykkjaður og festur upp á stengur. Jón Jónsson lögmaður var yfirdómari. Kona Björns var ekki deydd því hún var með barni

1597
Landskjálfti og hrundu margir bæir í Ölfusi. Hvarf hverinn stóri, Geysir.

1599
Drekkt konu hjá Bakkarholti í Ölfusi sem féll með tveimur bræðrum en þeir frelsuðust og héldi lífi.

Íslandskort frá 1590

Heimildir:
Hið íslenska bókmenntafélag - Annálar 1400 - 1800

© Benóný Ægisson


Efst á síðu




Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is