Hverra manna ert þú góði?
|
Að frelsast til ættfræðiÞegar Íslendingabók opnaði frelsaðist ég til ættfræði og slík frelsun getur verið mjög afdrifarík, einkum ef hún blandast óslökkvandi áhuga á sögu. Áður hafði ég engan áhuga á ættfræði og fannst ættmenni mín vera bölvað skítapakk sem hneykslaðist á flestu því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég er líka af kynslóð Íslendinga þar sem fjölskyldubönd eru mjög laus og mikil hreyfing á fólki, margir að flytja um landið eða á mölina. Sjálfur er ég fæddur við Húnaflóa, flutti barnungur á Rangárvellina og þaðan á Langholtsveginn þegar ég var átta ára. Það kom los á fjölskyldur þegar þær rifu sig upp með rótum og fluttu í annan landshluta, firring þegar þopin uxu og urðu bæir og borgir og ný sambýlisform mynduðust, kommúnufjölskyldur og stjúpfjölskyldur. En ég komst að því að ættfræði er ávanabindandi þegar ég ánetjaðist henni þó hún sé auðvitað ekki nákvæm fræði og lítil vísindi einkum í jafn lauslátum samfélögum og því íslenska. En snúum okkur að meintri ætt minni. Ættbálkurinn mun geyma sögur af forfeðrum mínum og skyldmennum og ég vona að fólk hafi jafngaman að því að lesa þessar sögur ég hafði að því að berja þær saman. En frá hverjum á ég að segja? Það er freistandi að fjalla um ættgöfgina sem er í ætt minni og segja frá forfeðrum mínum, Sigurði Fáfnisbana, Ragnari Loðbrók, Ólafi hvíta Írlandskóngi og Þorsteini rauða Skotakóngi eða formóður minni í 30. lið, Melkorku Mýrkjartansdóttur sem var írsk prinsessa en gleyma skítbuxum eins og Eggert Hannessyni hirðstjóra sem lét Jón murta son sinn myrða annan forföður minn, Jón Grímsson þegar þeir voru á fylleríi í Borgarfirðinum. Ætti ég frekar að segja frá skyldleika mínum við skáldin Sturlu Þórðarson og Jónas Hallgrímsson en skyldleikanum við bóndann Svein Guðmundsson sem var hengdur á Hofsósi 1767? Ætli það sé ekki best að fara bil beggja og halla aðeins á góðmennin því óþokkarnir eru óneitanlega skemmtilegra frásagnarefni. Nú eru fimm þættir í Ættbálknum og fleiri eru á leiðinni en eftirfarandi þættir eru komnir: Hverra manna ert þú góði? eru hugleiðingar um grundvallarspurningar, um fjórðungana sem okkur bregður til og um sjóslys og síld. Æættartala mín til Adams fylgir með sem bónus Helsti valdsmaður 16. aldar á Íslandi var Eggert Hannesson riddari, hirðstjóri, lögmaður og sýslumaður. Hann var líka einn auðugasti maður landsins Sakamaðurinn hét Einar sterki Jónsson og bjó í Skoruvík á Langanesi. Nei, reyndar hét hann Árni Grímsson frá Mel á Snæfellsnesi Innflytjandinn fjallar um Peter Malmquist sem var sænsku beykir sem flutti til Íslands um 1800 og var um tíma í þjónustu Jörundar hundadagakonungs Hundadagadrottningin Guðrún Einarsdóttir Johnsen var mikil ævintýrakona en hún var skyld langömmu minni og kom frá Dúki í Sæmundarhlíð eins og hún |