Forsíða


Hverra manna ert þú góði?
Auðmenn
Valdsmenn
Sakamaðurinn
Innflytjandinn
Hundadagadrottningin
Forsíða



Afi minn Benóný Benediktsson sem ég heiti eftir


Amma mín Solveig Þorkelsdóttir

 

Adamsætt:
Adam
Seth
Enok
Kanyan
Malaleel
Farett
Enok
Metúsalem
Lamek
Nói
Jafet
Jafan
Zekim
Ciprus
Cretus
Celius
Saturnus
Júpíter
Darius
Erichonius
Troeg
Ilus
Lamidon
Príamus
Troaanam
Þór
Hláriði
Eindriði
Vingþór
Vinginer
Móði
Magni
Beduigg
Atri
Trinan
Hermóður
Skjöldur
Beaf
Goðólfur
Burri
Burr
Óðinn

 

Ætt Óðins - Ynglingar í Svíþjóð:
Yngvi
Njörður
Freyr
Fjölnir
Sveigðir
Vanlandi
Visbur
Dómaldi
Dómar
Dyggvi
Dagur "hinn vitri"
Agni
Alrekur
Yngvi
Jörundur
Án
Egill
Óttar
Aðils
Eysteinn
Ingvar
Önundur
Ingjaldur hinn íllráði
Ólafur tréfellir
Hálfdán hvitbein
Eysteinn Hálfdánsson
Hálfdán mildi
Guðröður veiðikóngur
Ólafur Guðröðarson
Helgi Ólafsson
Ingjaldur Helgason
Ólafur hvíti Ingjaldsson
Þorsteinn rauði Ólafsson
Þorgerður Þorsteinsdóttir
Höskuldur Dala-Kollsson
Ólafur pá Höskuldsson
Þorbjörg digra Ólafsdóttir
Ingveldur Vermundardóttir
Þorgerði Yngvildardóttur
Yngveldur Hauksdóttir
Snorri Húnbogason
Narfi Snorrason
Snorri Narfason
Narfi Snorrason
Snorri Narfason
Ormur Snorrason
Guðmundur Ormsson
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Snælaug Guðnadóttir
Kristín Eyjólfdsóttir
Jón ríki Magnússon
Magnús prúði Jónsson
Sesselja Magnúsdóttir
Elísabet Ísleifsdóttir
Árni Halldórsson
Kristín Árnadóttir
Einar sterki Jónsson   
Hákon Einarsson  
Einar Hákonarson
Jón Einarsson
Vigfús Jónsson
Einar Björn Vigfússon
Gunnar Ægir Einarsson   
Benóný Ægisson

 

Ætt Óðins - Skjöldungar í Danmörku:
Skjöldur
Friðleifur
Frið-Fróði
Herleifur
Hávarr handrammi
Fróði
Vémundur vitri
Ólof Vémundardóttir
Fróði friðsami
Friðleifur
Fróði frækni
Hálfdán
Hróarr
Valdarr mildi
Haraldur gamli
Hálfdan snjalli
Ívarr víðfaðmi
Auður djúpauðga
Randvél
Sigurður hringur
Ragnar loðbrók
Sigurður ormur í auga
Álof Sigurðardóttir
Ingjaldur Helgason
Ólafur "hvíti" Ingjaldsson
Þorsteinn "rauði" Ólafsson
Þorgerður Þorsteinsdóttir
Hrútur Herjólfsson
Þórhallur Hrútsson
Halldóra Þórhallsdóttir
Guðlaugur Þorfinnsson
Þórdís Guðlaugsdóttir
Þórður Gilsson
Sturla Þórðarson
Helga Sturludóttir
Gyða Sölmundardóttir
Helga Nikulásdóttir
Einar Þorláksson
Ónefnd Einarsdóttir
Narfi Vigfússon
Halldóra Narfadóttir
Narfi Þorvaldsson
Helga Narfadóttir
Páll Grímsson
Ingibjörg Pálsdóttir
Oddur "sterki" Bjarnason
Jón Oddsson
Jón "eldri" Jónsson
Pétur Jónsson
Jón "yngri" Pétursson
Sigríður Jónsdóttir
Jón "yngri" Jónsson
Anna Sigríður Jónsdóttir
Solveig Þorkelsdóttir
Anna Benónýsdóttir
Benóný Ægisson

Hverra manna ert þú góði?

Fyrsta minning mín er frá sólmyrkvanum 30. júní 1954. Ég lá í grasi, það var sól og hlýtt og pabbi og mamma voru nálæg og einhverjir fleiri. En allt í einu hvarf sólin, það varð kalt og mér fannst ég vera einn og yfirgefinn og fór að orga. Fleira man ég ekki frá þessum ágæta degi enda var ég ekki orðinn tveggja ára en ef trúa má kenningum í sálfræði hefur þessi upplifun eflaust haft mikil áhrif á það hver ég er eða réttara sagt varð. Kannski hafði það jafnmikil áhrif og það hvernig staða himintungla var þegar ég skaust í heiminn. Eigi veit ég það svo gjörla..

En hver er ég?
Þessarar spurningu höfum við spurt okkur svo lengi sem elstu menn muna. Við henni er ekkert einhlítt svar enda erum við sennilega ekki öll að spyrja að því sama.

Og hvað eigum við svo sem við? Vitum við ekki hver við erum? Þegar ég var ungur var það í tísku að fólk væri að  leita að sjálfu sér en nú er eins og enginn vilji finna sig lengur þó margir séu í því að staðfesta tilveru sína með sjálfsmyndum í endalausum röðum á netinu. Það er sjálfsagt ágætt að fólk sé ekki mikið að leita að sjálfu sér lengur því hættan á að verða fyrir miklum vonbrigðum er vissulega til staðar. Hér áður fyrr var auðvelt að svara þessari lykilspurningu, Hver er ég? og eiginlega var sama svar við henni og hinni lykilspurningunni: Hverra manna ert þú góði?

Þá var eins gott að hafa frændgarðinn á hreinu og geta rakið ættir sínar í beinan karllegg til Jóns Arasonar.

Og þó
Einusinni bjó ég í Ólafsfirði. Ólafsfjörður var dæmigert íslenskt sjávarþorp þar sem feðurnir voru alltaf úti á sjó og því voru allir kenndir við mæður sínar eða eiginkonur og hétu nöfnum eins og Maggi Hófu, Nonni Fríðu og Kiddi Guggu. Mér skilst að þetta sé svona í fleiri sjávarþorpum þó yfirleitt hafi feðraveldið vinninginn og karlar og konur séu synir og dætur karls nema þá auðvitað hörðustu jafnréttissinnar.

Þegar ég var að alast upp var það lenska að uppeldið réði öllu um það hver við yrðum, allt átti sér sálfræðilegar skýringar og stór spurning hvort óuppdreginn almúginn væri yfirleitt fær um að ala upp börn og hvort ekki væri betra að til þess menntað fólk sæi um uppeldið. Nú eru breyttir tímar og gen ráða öllu um það hver við erum, hvernig við verðum, hvernig við lifum og hvernig við deyjum.

Fjórðungarnir
Samkvæmt þjóðtrúnni var þetta svona:
Fjórðungi bregður til föður
fjórðungi bregður til móður
fjórðungi bregður til fósturs
fjórðungi bregður til nafns

Fyrstu þrír fjórðungarnir eru nokkuð auðskildir því maður erfir einhver gen frá mömmu og pabba og úr því verður eitthvert erfðamengi og hegðunin mótast af uppeldinu. En hefur nafn manns jafnmikið vægi og hinir þrír þættirnir? Ég heiti Benóný. Það er hebreska og að mér skilst, biblíunafn og þýðir víst í besta falli sonur sorgar en harmkvælasonur í því versta. Sagan segir að móðir Davíðs, þess sem drap risann Golíat með grjótkasti og varð seinna konungur Gyðinga, hafi dáið af barnsförum. Hún vissi að hún myndi ekki lifa fæðinguna af og vildi því að barnið yrði skírt Benóný í minningu sína en faðirinn neitaði henni um þessa hinstu bón því nafnið væri ekki nógu karlmannlegt og var barnið því skírt Benjamín sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. En semsé, að hverju gerir það mig að heita þessu nafni sem er kvenlegt og hefur afar neikvæða merkingu? Ég er skírður eftir afa mínum sem lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini, tæplega sextugur, tveimur árum áður en ég fæddist. Hann var sósíaldemókrati, lærði að vélfræði í Kaupmannahöfn og varð einn að lykilmönnunum í síldarævintýrinu á norðurlandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hvaða áhrif hefur það á mig að bera nafn þessa manns sem ég hitti aldrei? Ég hef ekki grænan grun um það. Í Suður-Afríku er fótboltafélag sem heitir Benoni United, getur það haft áhrif á það hver ég er? Ekki grænan um það heldur. En jæja, þetta einkennilega nafn hefur aflað mér ómælds eineltis, misskilnings og undarlegrar stafsetningar á því og td hét ég Bernøng Aegirson þegar ég bjó í Danmörku um tíma.  

Sigurður Þorkelsson Benónýsson
Bróðir Solveigar ömmu minnar hét Sigurður Þorkelsson. Bræður ömmu voru sex, allir sjómenn nema Jóhann sem varð héraðslæknir á Akureyri. Fjölskylda ömmu minnar var úr Fljótunum en flutti sig yfir á Siglufjörð upp úr aldamótunum 1900 og tók virkan þátt í síldarævintýrinu þar. Bræður ömmu sem fóru til sjós urðu allir skipstjórar nema Sigurður og amma mín var síldarstúlka þar til hún giftist Benóný afa mínum sem var vélstjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Sigurður var fæddur aldamótaárið og rúmlega tvítugur munstraði hann sig á 46 rúmlesta kútter sem hét Talisman (Verndargripur) og var smíðaður í Englandi 1876. Árið 1917 var sett 40 hestafla vél í skipið og var það notað til handfæraveiða á Íslandsmiðum. 

Kútter af svipaðri tegund og Talisman

Aðfararnótt mánudagsins 20. mars 1922 lagði Talisman upp frá Akureyri með 200 tunnur af beitusíld og var ferðinni heitið til Vestmannaeyja til að stunda þaðan veiðar. Sextán manna áhöfn var um borð og reyndist þessi ferð hin mesta feigðarför en hvort það var vegna þess að hún var hafin á mánudegi skal ósagt látið en samkvæmt þjóðtrúnni á maður aldrei að byrja á neinu á þeim dögum: Mánudagur til mæðu.

Þegar þeir voru úti fyrir Vestfjörðum skall á vitlaust veður, blindbylur og hörkufrost og ísing hlóðst á skipið. Áhöfnin barðist í vonlausri baráttu við óveðrið, skipið lagðist um tíma á hliðina og bugspjótið brotnaði af því og skemmdi það mikið. Segl voru flest rifin, vistarverur fullar af sjó, vistir ónýtar og áttavitinn ásamt káetukappanum við stýrishjólið horfinn í sjóinn. Þeim tókst þó að  að stýra skipinu í var en höfðu ekki hugmynd um hvar þeir voru staddir, héldu helst að þeir væru í Ísafjarðardjúpi en voru í raun í Kleifavík í Súgandafirði. En raunir þeirra voru langt frá því yfirstaðnar. Brotsjór reið yfir og bar skipið upp í stórgrýtta fjöruna af ógurlegu afli og þar liðaðist það í sundur.

Líkan af Talisman eftir Hauk Sigtrygg Valdimarsson

Brimið hrifsaði skipverjana einn af öðrum og níu af sextán manna áhöfn drukknuðu þarna í fjörunni en sjö skipsverjum tókst að komast í land í Kleifavík. Þar stóðu þeir í myrkri og byl og hörkufrosti uns þeir lögðu af stað skríðandi eftir fjörunni sem öll var ísi lögð út Súgandafjörð í átt til Flateyrar. Þar sem þeir vissu ekki hvar þeir voru fóru þeir lengstu leið sem þeir gátu farið til byggða en hefðu þeir farið í hina áttina hefðu þeir komið að Stað í Súgandafirði eftir hálftíma gang. Fjórir úr áhöfninni komust til byggða á Flateyri en þrír létust á leiðinni. Sigurður Þorkelsson var einn þeirra sem létust í þessu hörmulega sjóslysi í mars 1922 og hvílir nú í kirkjugarðinum á Stað í Súgandafirði ásamt félögum sínum. Ár hvert leggja kvenfélagskonur á Suðureyri blóm á leiði þeirra.

Sigurður Þorkelsson Benónýsson
Sama ár og Sigurður bróðir hennar deyr eignast amma mín dreng. Ekki veit ég hvort Sigurður vitjaði nafns í draumi eins og er víst títt að látnir geri en það er ákveðið að drengurinn yrði látinn heita í höfuðið á hinum nýlátna bróður. Og það var ekkert hálfkák í nafngiftum hér áður fyrr þegar börn voru látin heita eftir látnum ástvinum; það dugði ekkert minna til en fullt nafn og drengurinn var látinn heita Sigurður Þorkelsson Benónýsson. Eins og nafni hans fór Sigurður Þorkelsson Benónýsson ungur til sjós og eins og nafni hans var hann heimtur af hinu grimma hafi langt fyrir aldur fram en hann drukknaði árið 1946, aðeins 23 ára að aldri.

Fjórðungi bregður til nafns.

Mín meinta ætt
Forfeður mínir eru flestir bændur og sjómenn. Þetta var afskaplega karllæg setning hjá mér sem gefur til kynna að ég hafi verið getinn af körlum; allir forfeður mínir hafi verið karlmenn sem allir hljóta að sjá að er viss „ómöguleiki“ því ég eins og aðrir átti fullt af ættmæðrum. Ætli það sé ekki nær að segja segja að ættforeldrar mínir hafi verið sveitafólk sem hafði líka viðurværi sitt af svipulum sjávarafla. Svo eru þarna einhverjir prestar og aðrir valdsmenn, smiðir og skáld. Semsé alveg dæmigerðir Íslendingar sem tilviljun hafði útdeilt vist á þessu skeri, nauðugir viljugir og sumir svo nauðugir að þeir komu sér burt af Klakanum þegar færi gafst.

En ætli síldin sé ekki mesti örlagavaldurinn í lífi mínu. Ef ekki væri fyrir þennan litfagra og velvaxna smáfisk er óvíst að móðir mín og faðir hefðu náð saman og ég litið dagsins ljós. Á fyrrihluta síðustu aldar var fólk ennþá á margan hátt átthagabundið í Íslandi eða þá bundið vist á ákveðnum stöðum í sveitum og þetta munstur fer ekki að breytast að neinu marki fyrr en með Bretavinnunni og blessaðri síldinni sem varð þess valdandi að íslenska þjóðin sem var ein sú fátækasta í Evrópu varð velmegandi. Fimmtungi bregður til síldar? Æ, það hljómar ekki vel, höfum það: Fimmtungi bregður til fiskjar (en meinum síld).

Lengst af voru Íslendingar blankir. Blankir, svangir og kaldir og ef eitthvað kom uppá eins og landfastur hafís eða eldgos þá dóu þeir úr hor. Áttu það örugglega skilið fyrir lauslæti sitt og syndir og það fyrirhyggjuleysi að sitja á mestu matarkistu heimsins og svelta. Aðrar þjóðir uppgötvuðu snemma að hér var ýmislegt að hafa og gerðu út skip sem sigldu til norðurhafa og veiddu fisk og fönguðu hval á meðan Íslendingar bjuggu uppi á heiðum og ráku rollur sínar á fjöll. Við vorum vitleysingar sem aldrei kunnum að búa í þessu landi, bjuggum til bækur úr skinnum í stað þess að klæðast þeim, gerðum skó úr ónýtasta skinni í heimi en skrifuðum grobbsögur á það besta og vorum blaut í fæturna í 1000 ár eða þangað til innflutningur hófst á gúmmístígvélum.

Á 14. og 15. öld og fram á þá sextándu voru fjölmennar nýlendur Englendinga og Þjóðverja á Íslandi td í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og á Snæfellsnesi og oft urðu blóðugir bardagar á milli þessara þjóða vegna hagsmuna í fiskveiðum og verslun. Hollendingar komu hingað til að veiða hval og leggjast í ránskap og meðal annars rændu þeir forföður mínum Eggerti Hannessyni og kröfðu tengdason hans Magnús prúða um mikið lausnargjald í gulli og silfri. Sonur Magnúsar, Ari í Ögri lét svo strádrepa baskneska hvalveiðimenn á Vestfjörðum nokkrum áratugum síðar, líklega í hefndarskyni fyrir afa sinn; hverju skiptir hvaðan hvalveiðimenn koma, nóg að þetta séu einhverjir andskotans útlendingar? Hvernig á því stóð að Magnúsi prúði fékk þetta viðurnefni er mér hulin ráðgáta því hann var mikill talsmaður vopnaburðar og vondur með víni  en líklega var hann aðeins minni ribbaldi en Ari og Eggert. Meira um þá síðar.

Síld söltuð á Siglufirði

Fimmtungi bregður til fiskjar
Fólk nær saman á marga og mismunandi vegu og eins og ég ýjaði að hérna að framan lék síldin stórt hlutverk í því að ég varð yfirhöfuð til. Faðir minn var Húnvetningur en móðir mín Eyfirðingur og þó maður geti nú brunað á milli þessara sýslna á rúmum klukkutíma þá var það ekki svo fyrir miðja síðustu öld. Vegir voru vondir, bílar ekki almenningseign og helsti ferðamátinn strandsiglingar. Ísland var kyrrstöðusamfélag, sveitasamfélag og Íslendingar enn hálfátthagabundnir. Tvennt kom hreyfingu á fólk á þessum tíma, heimstyrjöldin og síldin og hvorutveggja fékk fólk til að streyma úr sveitunum til sjávarbyggðanna. Alþýða manna sem var varla meira en matvinnungur í sveitinni gat allt í einu farið og fengið vinnu hjá Bretanum eða Kananum eða ráðið sig á síldarbát eða saltað á plani. Og fengið greitt fyrir vinnu sína í reiðufé, kannski í fyrsta sinn á ævinni. Síldin varð þess valdandi að strákur frá Skagaströnd og stelpa frá Siglufirði náðu saman. Fimmtungi bregður til fiskjar!

© Benóný Ægisson


Efst á síðu




Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is