FJÖLLEIKUR

HEIMKOMAN

HÖFUNDUR OG LEIKARI

HÖFUNDUR, LEIKARI OG LEIKSTJÓRI

BRÚÐUHEIMILIÐ

ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN

GÆRDAGURINN LIFIR GÓÐU LÍFI

SÖGUR UM DÝR

ÚR SEGULBANDASAFNINU

VEFSTÓLL

FORSÍÐA





Úr segulbandasafninu

D: Ég læt þá þá bara fá millju

G: Millu?

D: Nei millju. Milla er ekki peningur lengur. Ertu orðinn eikkkva slappur í haffræðinni?

G: Maður bara hefur umm annað að huxa eftir að maður varð aðal. Akkuru viltu láta þá fá millju?

D: Æ þeir eru svo fokkings blankir greyin

G: Akkuru?

D: Bara lausafjárstaðan eitthvað hjá Sjomla.. akkurru ertu að spá í þessu? Er ekki nóg að gera hjá þér?

G: Góður! Hahahaha

D: Millja þá ókei?

G: Hvað er það mikið í peningum

D: Halló! Halló Hafnarfjörður! Er einkur heima hjá þér?

G: Akkuru ertu að spurja mig að þessu?

D: Nú þú ert aðal núna

G: Okei!

D: Hvað segirðu gaur?

G: Er þetta ekki doltið mikið?

D: Nó kass í kassanum

G: Æ ég veit það ekki

D: En hálfa millju?

G: Já það hlýtur að vera ókei

D: Ókei. Á ég að skutla þér heim á eftir?

G: Nenniru því?

D: Ekki málið gaur. Sjáumstum!

Skömmu síðar

D: Er stemmari fyrir ís?

G: Vesturbæjar?

D: Nema hvað?

G: Hurðu ég er geim gaur

D: Pikka þig upp eftir fimm

G: Kúl

D: Hurðu ég lét Sjomla fá hálfa millju

G: Ókei. Hlakka til að fá mér ís með þér

D: Ógisslega spes ástar og stuðkveðjur

G: Hurðu, þú verður alltaf aðal fyrir mig

D: Sjáustum

G: Jess við sjáumstumst

TJALDIÐ

 

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar


Efst á síðu