Brúðuheimilið
MEÐVITAÐA BARBÍ
Þá erum við allar samankomnar hérna og allar svona rosalega sætar. Það verður ekki létt verk fyrir dómnefndina að skera úr um hver hreppir titilinn.
PERSÓNULEIKABARBÍ
Sem betur fer hefur þessi keppni þróast í rétta átt. Nú er það ekki bara fegurðin sem gildir heldur er einnig tekið tillit til persónuleikans.
DOKTOR BARBÍ
Ekki einungis til persónuleikans heldur einnig til greindarinnar.
DÓMNEFNDARBARBÍ
Guð veit að það verður ekki létt verk fyrir okkur í dómnefndinni að skera úr um hver hreppir titilinn. Þið allar svona rosalega jafnsætar.
HÆFILEIKABARBÍ
Og hæfileikaríkar.
BARBÍ KJARNEÐLISFRÆÐINGUR
Og velmenntaðar.
BARBÍ STJÓRNARFORMAÐUR
Og gengur vel í starfi
BARBÍ HEILASKURÐLÆKNIR
Og látum gott af okkur leiða.
UMHVERFISVERNDARBARBÍ
En hvers virði er það allt ef regnskógarnir hverfa?
VINSÆLASTA BARBÍ
Ég er svo fegin því að ég skuli hafa verið kosin vinsælasta stúlkan. Það léttir af manni pressunni að hafa fengið einhvern titil og þið allar svo sætar og æðislegar að manni finnst maður ekki hafa neinn séns.
POLLÍÖNNUBARBÍ
Það verður ekki létt verk fyrir dómnefndina að skera úr um hver hreppir titilinn. En ég hef allaf sagt að það er ekki mikilvægast að sigra heldur að vera með.
TJALDIÐ
© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar
|