Benóný Ægisson - Starfsferill

Nám og starf

Verkefni

Viðburðir

Vefsmíðar

Forsíða


BENÓNÝ ÆGISSON

Benóný Ægisson er framkvæmdastjóri Orgvélarinnar. Hann hefur mikla reynslu af stjórnun, starfsmannahaldi, áætlanagerð og rekstri eins og sést á meðfylgjandi ferilsskrám og er vanur að vinna sjálfstætt. Hann hefur áratuga reynslu af stjórnun og skipulagningu mismunandi verkefna og viðburða og er einn reyndasti viðburðastjórnandi á Íslandi. Hann hefur m.a. staðið fyrir myndlistarsýningum, tónleikahaldi, leiklistaruppákomum, stórum útisamkomum og forvarnarverkefnum. Viðburðir, sem hann hefur skipulagt og stjórnað, skipta tugum eða hundruðum eftir því hvernig er talið, stórir og smáir. Benóný hefur einnig kennt viðburðastjórnun og verkefna- og hugmyndavinnu á námskeiðum.

Benóný er rithöfundur og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir leikritaskrif en birt leikverk hans eru um þrjátíu. En hann hefur einnig gert fræðirit og ýmiskonar efni sem lotið hefur að starfi hans, starfað sem blaðmaður og ritstýrt fréttabréfum, kynningarefni, sýningarskrám og fleiru. Hann hefur gott vald á tölvuvinnu og hefur starfað við vefsmíðar, hannað vefi, og ritstýrt vefsíðum og er vefstjóri heimasíða. Einnig hefur hann séð um kynningarstarf og almannatengsl fyrir ýmsa aðila.

Meðal þeirra sem Benóný hefur starfað fyrir eru Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Menningarnótt og Listahátíð í Reykjavík auk þess sem hann hefur rekið hljómsveitir og leikhópa og skipulagt ýmsar uppákomur á eigin vegum.
.

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is