Þjórsá |
Þegar Hlemmur landnámsmaður nálgaðist land fleygði hann öndvegissúlum sínum fyrir borð með því fororði að þar skyldi hann nema land sem þær ræki að landi. Braut hann síðan skip sitt á köldum eyðisandi. Lögðu þeir af stað fótgangand að leita öndvegissúlnanna. Komu þeir að á einni mikilli og ákváðu að á þar. Kveiktu þeir elda og suðu öl. Hlemmur landnámsmaður varð glaður mjög og vildi dansa en í dansinum hrasaði hann og féll á eldinn og kviknaði við það í brókum hans aftanverðum. Hljóp Hlemmur þá í ána og slökknaði við það eldurinn Síðan heitir áin Þjósá þar sem Hlemmur landnámsmaður slökkti í þjó sínum. |