Jón Væni á hestinum Grána JOHN WAYNE
Jón Væni var hetja með hatt.
Hann var fyrirmynd góðra drengja og verndari varnarlausra kvenna og barna en erkióvinur fanta og fúlmenna.
Jón Væni var að gera kúrekamynd í eyðimörkinni. Skammt þar frá voru vísindamenn að leika sér að kjarnorkusprengjum. Vá, sögðu þeir. Rosablossi. Búum til fleiri en við þurfum.
Þegar Jón Væni kom heim í kvikmyndaverið var hann ekki lengur heill maður; hann var byrjaður að tærast upp. Að lokum var ekkert eftir af honum nema röddin: "Maður verður að gera það sem maður verður að gera".

Vefstóll